Auglýsing
Chiagrautur chia kókosmjólk mangó
Chiagrautur með mangósósu

Chiagrautur með mangósósu. Sumir eru með endalausar afsakanir og fresta því þannig að taka á mataræðinu og borða hollari fæðu. Chiagrautur er sáraeinfaldur, ætli hann sé ekki til í u.þ.b. óteljandi útgáfum – ekkert vesen og lítil fyrirhöfn.

CHIAGRAUTAR — MANGÓCHIA —

Auglýsing

Chiagrautur með mangósósu

1 1/2 msk chia fræ

2 dl vatn

2 dl kókosmjólk

6 frosin jarðarber

smá karamellustevía

vatn ef þarf til að þynna

Sósa:

2 dl frosið mangó

1 dl vatn

Látið fræin liggja í vatni og kókosmjólk í amk klst eða yfir nótt í ísskáp. Setjið fræin í blandara ásamt jarðarberjum og stevíu og blandið, bætið við vatni ef þarf. Hellið í skálar

Sósa: Setjið mangó og vatn í blandarann og maukið. Hellið yfir grautinn.

Skreytið með kókosflögum og kakónibbum

1 athugasemd

Comments are closed.