Chiagrautur með mangósósu

Chiagrautur chia kókosmjólk mangó
Chiagrautur með mangósósu

Chiagrautur með mangósósu. Sumir eru með endalausar afsakanir og fresta því þannig að taka á mataræðinu og borða hollari fæðu. Chiagrautur er sáraeinfaldur, ætli hann sé ekki til í u.þ.b. óteljandi útgáfum – ekkert vesen og lítil fyrirhöfn.

CHIAGRAUTAR — MANGÓCHIA —

Chiagrautur með mangósósu

1 1/2 msk chia fræ

2 dl vatn

2 dl kókosmjólk

6 frosin jarðarber

smá karamellustevía

vatn ef þarf til að þynna

Sósa:

2 dl frosið mangó

1 dl vatn

Látið fræin liggja í vatni og kókosmjólk í amk klst eða yfir nótt í ísskáp. Setjið fræin í blandara ásamt jarðarberjum og stevíu og blandið, bætið við vatni ef þarf. Hellið í skálar

Sósa: Setjið mangó og vatn í blandarann og maukið. Hellið yfir grautinn.

Skreytið með kókosflögum og kakónibbum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bakað úr rabarbara – 9 ómótstæðilegar uppskriftir

Bakað úr rabarbara - 9 ómótstæðilegar uppskriftir. Nýtum endilega rabarbarann sem vex svo víða. Hér eru níu hugmyndir að kaffimeðlæti þar sem rabarbari kemur við sögu. Bíðum ekki - bökum og bjóðum í kaffi :) Í öllum bænum deilið til fólks sem á rabarbara en veit ekki alveg hvað það á að gera við hann

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar. Þessir „snúðar" eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga

Fyrri færsla
Næsta færsla