Ofnbakaður lax með brauðhjúp

Ofnbakaður lax með brauðhjúp FISKUR Í OFNI lax downton abbey rasp
Ofnbakaður lax með brauðhjúp

Ofnbakaður lax með brauðhjúp. Enn einn rétturinn úr Downton Abbey þáttunum. Ef vill má strá nokkrum kornum af raspi yfir fiskinn áður en hann fer í ofninn. Auðvitað þarf ekki að nota lax en eins og kunnugt er er feitur fiskur hollari og því um að gera að hafa það bak við eyrað.

Athugið að fara sparlega með saltið því osturinn er saltur

LAXFISKUR Í OFNI

Ofnbakaður lax með brauðhjúp

1 laxaflak

1 1/2 dl mæjónes

1 1/2 dl rasp

3 msk rifinn Parmasan ostur

1 tsk Dijon sinnep

1 msk saxaður blaðlaukur

salt og pipar

steinselja

Leggið fiskinn í eldfast form. Blandið saman mæjónesi, raspinu, osti, sinnepi, blaðlauk, salti og pipar. Smyrjið þessu yfir fiskinn. Bakið við 170° í um 15 mín. Stráið steinelju yfir.

Aðrir réttir sem tengjast Downton Abbey:

Fíkjusalat með portvíni

Downton Abbey sítrónukjúklingur

Bláberja- og sérrýterta

 

Ofnbakaður lax með brauðhjúp
Ofnbakaður lax með brauðhjúp

— OFNBAKAÐUR LAX MEÐ BRAUÐHJÚP —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.