Ofnbakaður lax með brauðhjúp

Ofnbakaður lax með brauðhjúp

Ofnbakaður lax með brauðhjúp

Ef vill má strá nokkrum kornum af raspi yfir fiskinn áður en hann fer í ofninn. Auðvitað þarf ekki að nota lax en eins og kunnugt er er feitur fiskur hollari og því um að gera að hafa það bak við eyrað.

Athugið að fara sparlega með saltið því osturinn er saltur.

LAXFISKUR Í OFNI

.

Ofnbakaður lax með brauðhjúp

1 laxaflak

1 1/2 dl mæjónes

1 1/2 dl rasp

3 msk rifinn Parmesan ostur

1 tsk Dijon sinnep

1 msk saxaður blaðlaukur

salt og pipar

steinselja.

Leggið fiskinn í eldfast form. Blandið saman mæjónesi, raspinu, osti, sinnepi, blaðlauk, salti og pipar. Smyrjið þessu yfir fiskinn. Bakið við 170° í um 15 mín. Stráið steinelju yfir.

 

Ofnbakaður lax með brauðhjúp
Ofnbakaður lax með brauðhjúp

LAXFISKUR Í OFNI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur. Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna kartöflur fumlaust með sunnudagssteikinni og/eða jólamatnum höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin.

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim :)