Auglýsing
Ofnbakaður lax með brauðhjúp FISKUR Í OFNI lax downton abbey rasp
Ofnbakaður lax með brauðhjúp

Ofnbakaður lax með brauðhjúp. Enn einn rétturinn úr Downton Abbey þáttunum. Ef vill má strá nokkrum kornum af raspi yfir fiskinn áður en hann fer í ofninn. Auðvitað þarf ekki að nota lax en eins og kunnugt er er feitur fiskur hollari og því um að gera að hafa það bak við eyrað.

Athugið að fara sparlega með saltið því osturinn er saltur

LAXFISKUR Í OFNI

Ofnbakaður lax með brauðhjúp

1 laxaflak

1 1/2 dl mæjónes

1 1/2 dl rasp

3 msk rifinn Parmasan ostur

1 tsk Dijon sinnep

1 msk saxaður blaðlaukur

salt og pipar

steinselja

Leggið fiskinn í eldfast form. Blandið saman mæjónesi, raspinu, osti, sinnepi, blaðlauk, salti og pipar. Smyrjið þessu yfir fiskinn. Bakið við 170° í um 15 mín. Stráið steinelju yfir.

Aðrir réttir sem tengjast Downton Abbey:

Fíkjusalat með portvíni

Downton Abbey sítrónukjúklingur

Bláberja- og sérrýterta

 

Ofnbakaður lax með brauðhjúp
Ofnbakaður lax með brauðhjúp

— OFNBAKAÐUR LAX MEÐ BRAUÐHJÚP —

Auglýsing