Auglýsing
Fikjusalat Fíkjusalat með portvíni FÍKJUR GRÁFÍKJUR SALAT
Fíkjusalat með portvíni

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi”….

FÍKJURSALÖTPORTVÍN

Fíkjusalat með portvíni

Dressing:

1 dl portvín

1 dl rauðvín

1 msk góð olía

1 msk hnetuolía

2 msk balsamik edik

2 msk rauðvíns edik

1 tsk Worcestershire sósa

1 tsk sykur

1 1/2 tsk hunang

1/4 tsk laukduft

smá salt og pipar

2 dl fíkjur, skornar í strimla.

Setjið allt í pott, nema fíkjurnar, og sjóðið niður í um 30-40 mín. án loks  Takið af hellunni og látið kólna í pottinum í ca 10 mín. Setjið fíkjur í skál blandið dressingunni saman við. Geymið í ísskáp yfir nótt.

blandað grænt salat (spínat, grænkál, klettasalat, steinselja…)

ca 100 g gráðaostur

ristaðar furuhnetur

Setjið grænt salat á diska. Dreifið gráfíkjunum yfir ásamt dressingunni, myljið eða skerið ostinn í bita og setjið yfir. Sáldrið loks furuhnetum yfir.

— FÍKJUSALAT MEÐ PORTVÍNI —

Auglýsing