Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat Fíkjusalat með portvíni FÍKJUR GRÁFÍKJUR SALAT
Fíkjusalat með portvíni

Fíkjusalat með portvíni

Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi”….

FÍKJURSALÖTPORTVÍN

.

Fíkjusalat með portvíni

Dressing:

1 dl portvín

1 dl rauðvín

1 msk góð olía

1 msk hnetuolía

2 msk balsamik edik

2 msk rauðvíns edik

1 tsk Worcestershire sósa

1 tsk sykur

1 1/2 tsk hunang

1/4 tsk laukduft

smá salt og pipar

2 dl fíkjur, skornar í strimla.

Setjið allt í pott, nema fíkjurnar, og sjóðið niður í um 30-40 mín. án loks  Takið af hellunni og látið kólna í pottinum í ca 10 mín. Setjið fíkjur í skál blandið dressingunni saman við. Geymið í ísskáp yfir nótt.

blandað grænt salat (spínat, grænkál, klettasalat, steinselja…)

ca 100 g gráðaostur

ristaðar furuhnetur

Setjið grænt salat á diska. Dreifið gráfíkjunum yfir ásamt dressingunni, myljið eða skerið ostinn í bita og setjið yfir. Sáldrið loks furuhnetum yfir.

FÍKJURSALÖTPORTVÍN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjapæ sem bragðast afar vel

 

Bláberjapæið

Bláberjapæ. Á ferðalagi Sætabrauðsdrengjanna um landið buðu heiðurshjónin Kristján og Ragna í mat. Í eftirrétt var bláberjapæ sem bragðaðist afar vel og var borðað upp til agna (eins og allt hitt sem er borið á borð fyrir drengina).

Limeterta

Lime terta

Limeterta. Mikið er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þegar von er á gestum er upplagt að prófa nýtt kaffimeðlæti. Það er fljótlegt að útbúa þessa limetertu - kannski virkar hún framandi við fyrstu sýn en hún er vel þess virði að prófa. Það þarf ekki að bíða eftir að deigið lyfti sér, enginn bakstur, engin hætta á að hún falli. Ekkert vesen

Scones – enskar skonsur

Scones. Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær - amk gengur ekki að tala um skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur" sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein er sú að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).