Bláberja- og sérrýterta
Frá fyrsta þætti hef ég fylgst vandlega með öllu sem viðkemur mat í Downton Abbey þáttunum. Til eru D.A.matreiðslubækur sem ég hef verið að prófa eitt og annað úr og oftast verið mjög ánægður. Hér er sérrýterta sem minnir á Maggie Smith, sú gamla drekkur jú daglega sérrýið sitt og er langoftast klædd einhverju fjólubláu. Það má segja að bláberin þessa tertu séu sérvalin 🙂 Mjög mikið var af berjum á Austurlandi í sumar og móðir mín tíndi þau í lítravís, frysti og sultaði.
— TERTUR — BLÁBER — SÉRRÝ — DOWNTON ABBEY — FRÓMAS —
.
Bláberja- og sérrýterta
Botn:
80 g smjör, lint
1 1/2 dl sykur
4 egg
1 1/2 dl góð olía
1 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 dl möndluflögur
Á milli:
1/2 dl sérrý (eða rúmlega það)
1-2 dl bláberjasulta
Bláberjafrómas:
4 egg
3 dl rjómi
1/2 tsk vanillu extrakt
1/2 dl ávaxtasafi
safi úr 1/2 sítrónu (eða rúmlega það)
2 msk af bláberjasultu
1/2 – 1 dl bláber, fersk eða frosin
4 matarlímsblöð
1/2 dl sykur
Botn:
Hrærið smjör, sykur og egg vel saman – bætið við olíunni. Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman við og allra síðast möndluflögurnar. Látið í smurt smelluform. Bakið við 180 gráður, í um 20 mín.
Bláberjafrómas:
Setjið vatn í pott, glerskál ofan á og í skálina ávaxtasafa, sítrónusafa, sultu og matarlímsblöð (skolið fyrst í köldu vatni). Bræðið í vatnsbaði en gætið að hita ekki of mikið eða lengi.
Stífþeytið rjómann og bætið vanillu saman við. Þeytið egg og sykur vel í annari skál. Matarlímsblöndunni saman við eggjahræruna, því næst er bláberjunum blandað saman við. Þessi blanda fer svo saman við rjómann. Blandið varlega saman með sleif.
Tertan sett saman:
Setjið botninn á tertudisk, látið hringinn af bökunarforminu vera utan um botninn. Hellið sérrýi yfir. Dreifið úr bláberjasultunni yfir botninn. Hellið frómasinum yfir og geymið í ísskáp í amk klst.
Rennið brautum borðhníf meðfram tertufrominu og losið þannig tertuna frá. Skreytið með súkkulaði, kókosflögum, berjum eða öðru.
— TERTUR — BLÁBER — SÉRRÝ — DOWNTON ABBEY — FRÓMAS —
.