Tómatsalsa

Tómatsalsa Tómatar salsa hvítlaukur hráfæði raw food salat
Tómatsalsa

Tómatsalsa

Salsa mun vera sósa á spænsku. það er eins með tómatsalsa og margt annað – er til í óteljandi afbrigðum. Þessi uppskrift er upphaflega frá Ítalíu. Tómatsalsa er best að setja ofan á niðurskorið baguette (helst súrdeigs og má í raun vera hvaða afgangs súrdeigs hveitibrauð sem er) sem er búið að strjúka með hvítlauk (hverja sneið, best að setja á kantana), létt olíubera og grilla á sitt hvorri hliðinni þar til það er orðið gullið. Trixið er eiginlega að brauðið sé ekki of nýtt og því tilvalið að búa þetta til ef maður hefur aðeins ofreiknað í innkaupum.

Tómatsalsa

250 gr niðurskornir kirsuberjatómatar (verða að vera vel rauðir og þroskaðir)

1 pressað hvítlauksrif

nokkur basilikulauf smátt skorin

klípa flögusalts

ca 3-4 msk olía

ca 1 tappi balsamico eða eftir smekk

Má líka setja ferskmalaðan svartan pipar, ef vill.

Blandið öllu saman og látið bíða í drykklanga stund.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu

Rannveig Fríða og Arnold Postl

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu. Það eru gamlar gleðilegar fréttir og nýjar að óperusöngvarar hafa mikinn áhuga á mat, bæði að elda, tala um og borða góðan mat. Óperusöngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir hefur búið og starfað í Vínarborg í fjölmörg ár. Rannveig og eiginmaður hennar Arnold Postl bjóða gjarnan börnunum sínum í mat á sunnudögum.

Ferskir ætiþistlar

Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að "verka þá". Í hinni ágætu og magnefndu búð Matarbúri Kaju á Óðinsgötu fást ferskir ætiþistlar.