Auglýsing

Tómatsalsa Tómatar salsa hvítlaukur hráfæði raw food salat

Tómatsalsa. Salsa mun vera sósa á spænsku. það er eins með tómatsalsa og margt annað – er til í óteljandi afbrigðum. Þessi uppskrift er upphaflega frá Ítalíu. Tómatsalsa er best að setja ofan á niðurskorið baguette (helst súrdeigs og má í raun vera hvaða afgangs súrdeigs hveitibrauð sem er) sem er búið að strjúka með hvítlauk (hverja sneið, best að setja á kantana), létt olíubera og grilla á sitt hvorri hliðinni þar til það er orðið gullið. Trixið er eiginlega að brauðið sé ekki of nýtt og því tilvalið að búa þetta til ef maður hefur aðeins ofreiknað í innkaupum.

Auglýsing

Tómatsalsa

250 gr niðurskornir kirsuberjatómatar (verða að vera vel rauðir og þroskaðir)

1 pressað hvítlauksrif

nokkur basilikulauf smátt skorin

klípa flögusalts

ca 3-4 msk olía

ca 1 tappi balsamico eða eftir smekk

Má líka setja ferskmalaðan svartan pipar, ef vill.

Blandið öllu saman og látið bíða í drykklanga stund.