Kjúklingabaunapottréttur

Kjúklingabaunapottréttur marokkó kóríander sveppir kúrbítur kjúklingabaunir
Kjúklingabaunapottréttur

Kjúklingabaunapottréttur

Þessi pottréttur á rætur sínar að rekja til norður Afríku. Það er ekki óalgengt þar að mörgum kryddtegundum sé blandað saman í einn rétt og þurrkaðir ávextir hafðir líka, alls ekki sterkur réttur. Í staðinn fyrir fíkjur má nota apríkósur, eða fíkjur og apríkósur.

KJÚKLINGABAUNIRKÚRBÍTUR

.

Kjuklingabaunapottrettur fíkjur kúmín
Kjúklingabaunapottréttur

 

 Kjúklingabaunapottréttur

1 dl góð olía

250 g sveppir, skornir í tvennt

1 laukur, saxaður smátt

2 hvítlauksgeirar

2 tsk kóriander

2 tsk kúmín

1 1/2 tsk kanill

400 g soðnar kjúklingabaunir (1/2 dós)

400 g saxaðir niðursoðnir tómatar (1/2 dós)

1 1/2 dl vatn

1 kúrbítur

grænmetiskraftur

1/4 tsk saffran

100 g þurrkaðar fíkjur

salt og pipar

2 msk saxað ferskt kóríander

Hitið helminginn af olíuna í pönnu, steikið sveppina og setjið til hliðar. Látið restina af olíunni á pönnuna og steikið lauk, hvítlauk, kóríander, kúmín og kanil á miðlungshita í nokkrar mínútur. Hellið vatninu af kjúklingabaununum og bætið við ásamt tómötum, kúrbít, vatni, grænmetiskrafti og saffrani. Bragðbætið með salti og pipar. Skerið fíkjur gróft og bætið við og sjóðið undir loki í um 20 mín. Stráið fersku kóríander yfir og berið fram með kúskús.

KJÚKLINGABAUNIRKÚRBÍTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kryddbrauð – Pain d’epices

Kryddbrauð

Kryddbrauð - Pain d'epices. Hunangskryddbrauð eru hreinasta dásemd. Sjálfur set ég oftast heldur meira af kryddum en gefið er upp, ætli ég mundi ekki setja um hálfa teskeið af hverju kryddi. Nótabene, ég bakaði ekki brauðið, þóra kom með það með föstudagskaffinu í vinnunni.

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna – hugmyndir

Fermingarveisla2015

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna. Heimagerðar veitingar í fermingarveislum eru alltaf hlýlegar, þó að vissulega sé þægilegast að fá þær sendar heim. Aftur á móti er ekki gaman að taka á móti gestunum með sveittan skallann. Góð skipulagning er því höfuðatriði. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á og vert að hafa í huga að fjöldi sorta er ekki sama og gæði. Hentugast og best er að hafa fáar, en góðar! Valið er því mikilvægt.