Svona appelsínueitthvað

Appelsínueitthvað, Kata Kolbeins, ÞÓRA KATRÍN KOLBEINS appelsínur, sérrý, makkarónur Svona appelsínueitthvað
Svona appelsínueitthvað

Svona appelsínueitthvað

Þegar mikið stendur til hringi ég uppskriftavinkonur mínar. Núna var það Kata sem góðfúslega gaf mér þessa uppskrift. Þó Kata sé rúmum aldarfjórðungi eldri en ég finnst mér stundum eins og hún sé yngri en ég, gaman þegar fólk er alla ævi ungt í anda. Þegar ég hringdi voru matargestir nýfarnir frá henni sem allir voru alsælir með veitingarnar (kemur engum á óvart sem þekkir Kötu). Í eftirrétt fengu þau þennan appelsínurétt sem er hugmynd Kötu. „Æ! þetta er bara svona appelsínu eitthvað” segir Kata aðspurð um nafnið á réttinum.

🍊

KATA KOLBEINSAPPELSÍNUREFTIRRÉTTIR

🍊

Svona appelsínueitthvað

5 appelsínur

1/2 pk makkarónur (ca 130-140 g)

2 msk sérrí

1/4 l rjómi, þeyttur

dökkt gott súkkulaði

Afhýðið appelsínurnar og steinhreinsið. Skerið í bita og setjið í skál. Myljið makkarónur gróft og blandið saman við ásamt sérrýi. Setjið í skál(ar), sprautið þeyttum rjóma yfir og stráið súkkulaði yfir.

Albert og Kata Kolbeins

🍊

KATA KOLBEINSAPPELSÍNUREFTIRRÉTTIR

— SVONA APPELSÍNUEITTHVAÐ —

🍊

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.

Rauðrófumauk

rauðrófumauk

Rauðrófumauk. Diddú á gríðargott safn góðra uppskrifta og laumar að okkur einni og einni. Þessi kemur frá henni. Rauðrófumaukið er gott ofan á brauð, með ostum eins og hummus.

Chiagrautur með mangósósu

Chiagrautur

Chiagrautur með mangósósu. Sumir eru með endalausar afsakanir og fresta því þannig að taka á mataræðinu og borða hollari fæðu. Chiagrautur er sáraeinfaldur, ætli hann sé ekki til í u.þ.b. óteljandi útgáfum - ekkert vesen og lítil fyrirhöfn.

Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga. Svei mér þá, ég held að langflestir sem ég þekki eigi góðar minningar frá rúgbrauðssúpum á árum áður. Dugnaðarhjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason reka Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hafa gert í fjölmörg ár. Þegar ég bað Björgu um að vera gestabloggari var ég viss um að hún mundi útbúa tertu, þið vitið svona tertu með gómsætu kremi og ýmsu góðu því hún er m.a. fræg fyrir terturbakstur. En ég veit að brauðsúpan sem hún útbjó eftir uppskrift, og með góðri aðstoð mömmu sinnar er ljúffeng og bragðast afar vel.

Fyrri færsla
Næsta færsla