Hnetuhrískex
Stundum fæ ég sendar uppáhalds uppskriftir fólks. Lísa sendi mér þetta hnetuhrískex sem er verulega gott nammi. Undurgott hnetuhrískex getur bætið verið fyrirtak með góðum kaffisopa og líka sem hollustunammi milli mála. Ég fór þá aðferð að rúlla úr „deigið” milli bökunarpappírsblaða og setti svo í frysti nokkrar mínútur áður en ég skar í bita – síðan aftur í frysti. Gott gott, takk Lísa.
— HNETUR — KÓKOSOLÍA — HNETUSMJÖR — HRÁFÆÐI —
.
Hnetuhrískex (gott nammi)
6 msk fljótandi kókosolía (tæplega dl)
4 msk kakó
4 msk hlynsíróp
2 1/2 msk hnetusmjör (án sykurs)
3-4 hrískökur
2 msk sólblómafræ eða pekanhnetur
3 msk þurrkuð trönuber eða mórber (söxuð gróft)
1/3 tsk salt.
Blandið saman kókosolíu, hlynsírópi, kakó og hnetusmjöri. Myljið hrískökurnar saman við og blandið vel.
Bætið sólblómafræjum eða smátt söxuðum pekanhnetum saman við ásamt berjum og salti.
Setjið blönduna í silikonmót eða á bökunarpappír, frystið í ca 30 mín.
Geymist vel í frysti og er fljótt að þiðna.
–
— HNETUR — KÓKOSOLÍA — HNETUSMJÖR — HRÁFÆÐI —
— HNETUHRÍSKEX – UNDURGOTT HEILSUNAMMI —
–