Hnetuhrískex – undurgott hollustunammi

Hnetuhrískex lísa trönuber – undurgott hollustunammi
Hnetuhrískex – undurgott hollustunammi

Hnetuhrískex

Stundum fæ ég sendar uppáhalds uppskriftir fólks. Lísa sendi mér þetta hnetuhrískex sem er verulega gott nammi. Undurgott hnetuhrískex getur bætið verið fyrirtak með góðum kaffisopa og líka sem hollustunammi milli mála. Ég fór þá aðferð að rúlla úr „deigið” milli bökunarpappírsblaða og setti svo í frysti nokkrar mínútur áður en ég skar í bita – síðan aftur í frysti. Gott gott, takk Lísa.

HNETURKÓKOSOLÍAHNETUSMJÖRHRÁFÆÐI

.

Hnetuhrískex (gott nammi)

6 msk fljótandi kókosolía (tæplega dl)

4 msk kakó

4 msk hlynsíróp

2 1/2 msk hnetusmjör (án sykurs)

3-4 hrískökur

2 msk sólblómafræ eða pekanhnetur

3 msk þurrkuð trönuber eða mórber (söxuð gróft)

1/3 tsk salt.

Blandið saman kókosolíu, hlynsírópi, kakó og hnetusmjöri. Myljið hrískökurnar saman við og blandið vel.
Bætið sólblómafræjum eða smátt söxuðum pekanhnetum saman við ásamt berjum og salti.
Setjið blönduna í silikonmót eða á bökunarpappír, frystið í ca 30 mín.
Geymist vel í frysti og er fljótt að þiðna.

Hráefnið í skál
Hnetuhrískex
„deigið” rúllað út milli bökunarpappírsblaða

HNETURKÓKOSOLÍAHNETUSMJÖRHRÁFÆÐI

— HNETUHRÍSKEX – UNDURGOTT HEILSUNAMMI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti. Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og þar stendur. Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld

Vinsælustu brauðréttirnir á Albert eldar

Fimm vinsælustu brauðréttirnir á Albert eldar.  Heitir réttir í ofni eru klassískir og allaf jafn vinsælir. Hér eru fimm mest skoðuðu brauðréttirnir á alberteldar, bæði heitir og kaldir. Njótið vel