Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat Ítalía Grikkland blöðruháls krabbamein Miðjarðarhafið
Tómatsalat með chili og kóríander

Tómatsalat með chili og kóriander

Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.

— TÓMATAR — SALÖT

.

Tómatsalat með chili og kóríander

6 stórir tómatar

1/2 tsk chili

2 hvítlauksrif, söxuð smátt

2 dl söxað ferskt kóríander

1/2 tsk sykur

3 msk ólífuolía

safi úr 1/2 sítrónu

1/3 tsk salt.

Skerið tómatana í báta og setjið þá í skál, bætið við kóríander og blandið vel saman. Blandið saman í sér skál (eða hristið saman í krukku með loki) chili, hvítlauk, sykur, olíu, sítrónusafa og salti – hellið yfir. Látið standa við stofuhita í amk 30 mín áður en salatið er borðað.

Tómatsalat með chili og kórianderTómatsalat með chili og kóriander

— TÓMATAR — SALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka. Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum - en ég var með tertuást á Birnu.... (og mörgum fleiri konum).

Ísmenning á Íslandi

Á hjólaferðalagi okkar um þýskar grundir fórum við stundum á ískaffihús, þar sem matseðillinn samanstóð af fagurlega skreyttum ísréttum, t.d. í lengjum sem líktust spaghetti. Skreytingarnar voru af öllu mögulegu tagi, þeyttur rjómi, ávextir, alls kyns súkkulaði- eða karamellusósur og stökkt „drasl“ með.

Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil. Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.