Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat Ítalía Grikkland blöðruháls krabbamein Miðjarðarhafið
Tómatsalat með chili og kóríander

Tómatsalat með chili og kóriander

Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.

— TÓMATAR — SALÖT

.

Tómatsalat með chili og kóríander

6 stórir tómatar

1/2 tsk chili

2 hvítlauksrif, söxuð smátt

2 dl söxað ferskt kóríander

1/2 tsk sykur

3 msk ólífuolía

safi úr 1/2 sítrónu

1/3 tsk salt.

Skerið tómatana í báta og setjið þá í skál, bætið við kóríander og blandið vel saman. Blandið saman í sér skál (eða hristið saman í krukku með loki) chili, hvítlauk, sykur, olíu, sítrónusafa og salti – hellið yfir. Látið standa við stofuhita í amk 30 mín áður en salatið er borðað.

Tómatsalat með chili og kórianderTómatsalat með chili og kóriander

— TÓMATAR — SALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.

Guacamole, einfalt og fljótlegt

Guacamole er fljótlegt að útbúa og svo er það einfalt. Þá er það einstakla mjúkt og bragðgott og mætti kalla lárperumauk á íslensku. Ég útbú allltaf vel af guacamole og háma svo í mig restina. Avókadó er fullt af hollum fitum

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.