Tómatsalat
Þessar vikurnar er ég að missa mig, mikið afskaplega eru góðir tómatar góðir. Uppskriftin er frá Spáni og í texta með henni stendur að ráðlagt sé að borða tómata ferska því C vítamínið í þeim rýrni við eldun.
.
Tómatsalat
6 tómatar
1 dl ólífur
1 dl súrar gúrkur, brytjaðar gróft
1/2 rauðlaukur
1 msk rósmarín
1 msk ólífuolía
salt og pipar
Skerið tómatana í báta og setjið í skál, bætið við súrum gúrkum, ólífum, rauðlauk olíu, salti og pipar. Notið ca matskeið af ólífusafanum og aðra af gúrkusafanum. Blandið saman og látið bíða við stofuhita í 30-60 mín.