Baka með sætum kartöflum

baka með sætum kartöflum SÆTAR KARTÖFLUR
Baka með sætum kartöflum

Baka með sætum kartöflum

Það er ágætt að útbúa bökudeig deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur minna mig alltaf á vorið og sumarið. Það er ljúft að sitja úti og borða grænmetisböku með litskrúðugu sumarlegu salati. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóðu ef ekki betri borin fram við stofuhita.

BÖKURSÆTAR KARTÖFLUR

.

Baka með sætum kartöflum

Botn:
3 dl (heil)hveiti
1 dl möndlumjöl
1 dl möluð hörfræ
1/3 tsk kanill
1/2 tsk salt
1 dl olía
1/2 – 1 dl vatn

Fylling:
300 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í sneiðar
300 g gulrætur skornar í  sneiðar
1 laukur skorinn í þunnar sneiðar
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
100 g fetaostur
3 egg
2 1/2 dl grísk jógúrt
1 tsk Dijon sinnep
1 tsk timían
salt og pipar
steinselja

Botn: Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið saman með höndunum. Látið bíða á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling: Setjið kartöflur, gulrætur, lauk, hvítlauk og fetaost í skál. Blandið saman í annarri skál eggjum, jógúrt, sinnepi, timíani, salti og pipar. Hellið blöndunni yfir grænmetið og blandið saman. Þjappið deiginu í botninn og upp með hliðunum á kringlóttu bökuformi. Hellið „soppunni” yfir bökudeigið og bakið við 170° í um 40 mín.  Stráið ferskri steinselju yfir.

.

BÖKURSÆTAR KARTÖFLUR

— BAKA MEÐ SÆTUM KARTÖFLUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla