Baka með sætum kartöflum

baka með sætum kartöflum SÆTAR KARTÖFLUR
Baka með sætum kartöflum

Baka með sætum kartöflum

Það er ágætt að útbúa bökudeig deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur minna mig alltaf á vorið og sumarið. Það er ljúft að sitja úti og borða grænmetisböku með litskrúðugu sumarlegu salati. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóðu ef ekki betri borin fram við stofuhita.

BÖKURSÆTAR KARTÖFLUR

.

Baka með sætum kartöflum

Botn:
3 dl (heil)hveiti
1 dl möndlumjöl
1 dl möluð hörfræ
1/3 tsk kanill
1/2 tsk salt
1 dl olía
1/2 – 1 dl vatn

Fylling:
300 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í sneiðar
300 g gulrætur skornar í  sneiðar
1 laukur skorinn í þunnar sneiðar
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
100 g fetaostur
3 egg
2 1/2 dl grísk jógúrt
1 tsk Dijon sinnep
1 tsk timían
salt og pipar
steinselja

Botn: Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið saman með höndunum. Látið bíða á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling: Setjið kartöflur, gulrætur, lauk, hvítlauk og fetaost í skál. Blandið saman í annarri skál eggjum, jógúrt, sinnepi, timíani, salti og pipar. Hellið blöndunni yfir grænmetið og blandið saman. Þjappið deiginu í botninn og upp með hliðunum á kringlóttu bökuformi. Hellið „soppunni” yfir bökudeigið og bakið við 170° í um 40 mín.  Stráið ferskri steinselju yfir.

.

BÖKURSÆTAR KARTÖFLUR

— BAKA MEÐ SÆTUM KARTÖFLUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaterturnar á Albert eldar

Páskaterturnar á Albert eldar. Þær eru misjafnar hefðirnar þegar kemur að mat á stórhátíðum. Við höfum þá hefð að baka árlega „páskatertuna", sem alltaf er ný terta en gæti stundum farið í hnallþóruflokkinn. Auðvitað má baka þessar tertur alla daga, allt árið :) Páskaterta þessa árs er í vinnslu og birtist hér á næstu dögum, en listinn yfir síðustu Páskatertur er hér fyrir neðan

SaveSave

SaveSave

Brúskettur með tómat og basil

Brúskettur með tómat og basil. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hélt matarboð á dögunum, hún er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Fyrri færsla
Næsta færsla