Tómatasalat

Tómatsalat Tómatar salat ólífur
Tómatsalat

Tómatsalat

Þessar vikurnar er ég að missa mig, mikið afskaplega eru góðir tómatar góðir. Uppskriftin er frá Spáni og í texta með henni stendur að ráðlagt sé að borða tómata ferska því C vítamínið í þeim rýrni við eldun.

TÓMATARSALÖT

.

Tómatsalat

6 tómatar

1 dl ólífur

1 dl súrar gúrkur, brytjaðar gróft

1/2 rauðlaukur

1 msk rósmarín

1 msk ólífuolía

salt og pipar

Skerið tómatana í báta og setjið í skál, bætið við súrum gúrkum, ólífum, rauðlauk olíu, salti og pipar. Notið ca matskeið af ólífusafanum og aðra af gúrkusafanum. Blandið saman og látið bíða við stofuhita í 30-60 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?

Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

Karrýtómatkjúklingur - Tómatkarrýkjúklingur. Þessi kjúklingaréttur slær alltaf í gegn, þrátt fyrir að í honum sé þó nokkuð af karrýi er hann alls ekki sterkur. Stundum set ég meira af grænmeti en segir í uppskriftinni.