Sítrónugóðgæti

Sítrónukúlur sítrónur kókosmjöl banani meinhollt hráfæði raw food hollusta
Sítrónugóðgæti

Sítrónugóðgæti

Þessar kúlur eru um það bil himneskar á bragðið ef svo er hægt að segja. Já og svo þarf nú varla að taka fram að þær eru meinhollar, ekki er það nú til að skemma ánægjuna.

HRÁFÆÐIKÚLUR

.

Sítrónugóðgæti

2 dl döðlur
2 dl valhnetur
2 dl sesamfræ
1/2 dl sítrónusafi
1 lítill banani
1 dl kókosmjöl

Grófsaxið döðlur og valhnetur og setjið í matvinnsluvél ásamt sesamfræjum, sítrónusafa og banana. Mixið vel saman. Mótið kúlur og veltið upp úr kókosmjölinu. Kælið.

.

— SÍTRÓNUGÓÐGÆTI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Ávaxtakaka prestsfrúarinnar

Avaxtakaka prestfruarinnar

Ávaxtakaka prestsfrúarinnar. Steinvör bakaði eftir uppskrift mömmu sinnar (og ömmu). Kakan minnti mig bæði á barnaafmælin á Kolfreyjustað og ekki síður á kaffisamsætin að loknum messum. Messukaffin þóttu mér dásamlegar samkundur (en ekki hvað, með öllu kaffimeðlætinu...) og á frá þeim sælar minningar.

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp. Gestabloggarinn Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona og eiginmaður hennar Arnold Postl buðu fjölskyldunni í sunnudagshádegismat eins og kom fram hér ekki fyrir löngu. Í eftirrétt var þessi rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp :)