Færeysk eplakaka

færeyjar matur Færeysk eplakaka eplakaka epli kanill Sætabrauðsdrengirnir færeyjar uppskrift baka maría GUÐJÓNSDÓTTIR neskaupstaður norðfjörður guðjónsdóttir brynhildur guðjónsdóttir kjartan valdemarsson hanna epli eplakaka kanill kanilsykur
Færeysk eplakaka

Færeysk eplakaka

Í vel heppnaðri tónleikaferð bauð María frænka mín til veislu eftir tónleikana í Neskaupstað. Frá þeim hjónum fer enginn svangur. Meðal þess sem boðið var upp á var færeysk eplakaka sem bragðaðist einstaklega vel og með henni sósa búin til úr vanilluskyri og rjóma.

— EPLAKÖKURFÆREYJARNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — GRÆN EPLI

.

Færeysk eplakaka Hanna, Bergþór, Albert María mæja Brynhildur Kjartan
Hanna, Bergþór, Albert, María, Brynhildur, Heimir og Kjartan

Færeysk eplakaka

500 g græn epli

125 g sykur

8 msk brauðrasp

2 msk kanill

2 msk rúsínur

2 msk jarðarberjasulta

50 g möndlur

25 g smjör í bitum

2 dl rjómi

2 dl vanilluskyr.

Flysjið eplin og skerið í báta, saxið möndlurnar smátt. Blandið saman sykri, raspi og kanil. Smyjið eldfast form, látið eplin í, stráið rúsínum, möldlum og raspi yfir. Loks fer jarðarberjasultan og smjörið yfir.

Bakið í 180° heitum ofni í um 30 mín. Þeytið rjómann, bætið vanilluskyri við og berið fram með nýbakaðri kökunni.

Færeysk eplakaka
Færeysk eplakaka.

.

— EPLAKÖKURFÆREYJARNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — GRÆN EPLI

— FÆREYSK EPLATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Edda Björgvins, einstakur gleðigjafi heldur matarboð

Edda Björgvins - einstakur gleðigjafi. Edda Björgvinsdóttir stórleikkona hefur glatt þjóðina í áratugi og er hvergi nærri hætt. Hún hefur örugglega komið oftar fram í Áramótaskaupum og skemmtiþáttum en nokkur annar. Edda bauð góðum vinum sínum í „létta veislu" eins og hún orðaði það sjálf. Hún lék á alls oddi, sagði okkur frá því að í sumar verður frumsýnd kvikmynd sem hún leikur í og í haust fer hún með eitt af aðalhlutverkunum í nýju leikriti Ragnars Bragasonar sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu. Auk þess ferðast hún um og heldur óborganlega skemmtilega fyrirlestra. Já svo er hin orðheppna Bibba aldrei langt undan

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fyrir ári síðan opnaði Fríða Gylfadóttir súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fríða gaf uppskrift fyrr á þessu ári. Við heimsóttum hana og urðum gjörsamlega orðlausir - þarna er allt til fyrirmyndar, gæða hráefni og allt vandað og nostrað við. Mjög fallegt kaffihús og greinilegt á öllu að þarna er listakona á ferð. Staðurinn er jafnmikið listaverk og súkkulaðið. Í öllum bænum komið við hjá Fríðu á Siglufirði.