Rabarbarasulta með engifer

Rabarbarasulta með engifer Rabarbari rabbarbari sultutau marsibil bragadóttir
Rabarbarasulta með engifer

Rabarbarasulta með engifer

Ó blessað sultutauið sem hefur fylgt þjóðinni í gegnum aldirnar. Held ég hafi borðað yfir mig af rabarbarasultu í æsku, eða svona næstum því….  Við Marsibil suðum rabarbarasultu og hún sá um að merkja krukkurnar.

RABARBARASULTARABARBARISULTAENGIFER

.

Rabarbarasulta með engifer

1 kg rabarbari

600 g sykur

3 msk vatn

safi úr einni sítrónu

börkur af einni sítrónu

1 msk rifið engifer

smá salt

Skolið rabarbarann og saxið hann frekar smátt, setjið allt í pott og sjóðið og sjóðið þangað til ykkur finnst liturinn vera orðinn fallega og passlega dökkur. Það er ágætt að loka ekki alveg pottinum og hræra reglulega í. Setjið í tandurhreinar glerkrukkur og lokið þeim strax.

RABARBARASULTARABARBARISULTAENGIFER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru:

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi

Haldið á léttvínsglasi

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi. Það er frekar auðvelt að muna hvernig við höldum á hvítvíns- og rauðvínsglasi en gott að rifja upp reglulega: Við höldum um stilkinn á glasinu. Ef haldið er um belginn hitnar vínið og glasið verður kámugt. Sérfræðingarnir og atvinnusmakkararnir halda stundum um fótinn á glasinu.

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu. Heiðurshjónin Kristján og Guðrún Hulda, betur þekkt meðal vina sinna sem Krissi og Gúddý, héldu ægifína veislu á dögunum. Hún sá um forréttinn og eftirréttinn og hann sá um að grilla. Þau hjónin voru í Toskana á Ítalíu á síðasta ári og fóru í eftirminnilega vínsmökkunarferð, þar kipptu þau með sér borðvíninu sem drukkið var með herlegheitunum.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla