Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff eskifjörður Sólveig Eiríksdóttir lifrabuff Fjölnir Guðmannsson brimnes lambalifur lifur innyfli íslenskur matur lifrabuff
Sólveig og Fjölnir

Lifrarbuff frá Eskifirði

Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina – hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ….

— LIFURESKIFJÖRÐURSÓLVEIGFJÖLNIRLIFRARBUFF

.

Lifrarbuff
Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff frá Eskifirði

450 g lifur, hreinsuð og í bitum

250-300 g soðnar kartöflur, brytjaðar

1 laukur

1 dl heilhveiti

1/4 tsk pipar

1/2 tsk salt

1/4 tsk paprikuduft

1/4 tsk karrí

1/4 tsk hvítlauksduft

Hakkið saman lifur, kartöflur og lauk (eða setjið í matvinnsluvél). Hrærið saman við heilhveiti og kryddi.

Blandið öllu saman og látið standa í um 30 mín. Steikið í olíu á pönnu.

.

— LIFURESKIFJÖRÐURSÓLVEIGFJÖLNIR

— LIFRARBUFF FRÁ ESKIFIRÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"

Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur

Hótel Húsafell - unaðsreitur og bragðgóður matur. Það þarf ekki að fara til útlanda til að leita sér upplyftingar í skammdeginu. Hótel Húsafell er friðsæll unaðsreitur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er dásamlegt að busla í lauginni, fara í heita pottinn og horfa á norðurljós í kyrrðinni, skella sér svo (nakinn) í snjóinn og í heita sturtu.

Sítrónukjúklingur

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur er unaðslega góður. Þessa uppskrift má rekja til Ítalíu. Ef ég man rétt voru í henni kjúklingabringur en þar sem lærin eru fitumeiri og mýkri nota ég þau alltaf.

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....