Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka

Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka raw food kaka terta, Árdís Hulda, karamella, döðlur, hráterta, raw
Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka

Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka

Að loknum hrísgrjónagraut fjölskyldunnar bauð Árdís upp á þessa tertu sem vel má mæla með. Tertan er holl og al­veg hrika­lega girni­leg. Hún er þriggja laga en botn­inn inni­held­ur meðal ann­ars möndl­ur, kókos­flög­ur, döðlur og annað góm­sætt. Þessi slær í gegn í hvaða veislu sem er.

ÁRDÍS HULDA HRÁTERTUR — KARAMELLU..

.

Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka

Botn:
½ bolli möndl­ur
2 mat­skeiðar hamp­fræ
2 mat­skeiðar hör­fræ
1 ½ mat­skeið kakó­duft
¾ bolli kó­kos­flög­ur
1/ 8 te­skeið salt
8 mjúk­ar döðlur
1 ½ te­skeið vanillu­drop­ar
2 mat­skeiðar hlyns­íróp
1 mat­skeið möndl­umjólk

Kara­mella:
1 bolli döðlur sem legið hafa í bleyti í 15 mín­út­ur
2 mat­skeiðar möndl­u­smjör
2 mat­skeiðar kó­kosol­ía
½ bolli möndl­umjólk
¼ mat­skeið sjáv­ar­salt

Súkkulaðimús:
½ bolli kó­kos­mjólk
360 gr 70%  súkkulaði
2 mat­skeiðar möndl­u­smjör
2 mat­skeiðar kó­kosol­ía
2 te­skeiðar vanillu­drop­ar
¼ bolli hlyns­íróp.

Botn: Settu öll þur­refn­in í mat­vinnslu­vél og blandaðu þar til úr verður fín­gerð mylsna. Bættu þá blautefn­un­um við og láttu mat­vinnslu­vél­ina vinna blönd­una þar til hún er orðin kekk­laus og fín. Bættu möndl­umjólk við eft­ir þörf­um. Færðu svo blönd­una yfir í kökufat og þrýstu henni í botn­inn.

Kara­mella: Þerraðu döðlurn­ar. Settu allt hrá­efnið í mat­vinnslu vél og blandaðu þar til úr verður fljót­andi kara­mella. Smyrðu kara­mell­unni svo á botn­inn.

Súkkulaðimús: Hitaðu kó­kos­mjólk­ina á lág­um hita og bættu svo súkkulaðinu út í og láttu bráðna. Helltu blönd­unni í skál. Hrærðu svo hinum inni­halds­efn­un­um var­lega sam­an við. Helltu að lok­um súkkulaðiblönd­unni yfir kara­mell­una.
Frystu kök­una í nokkr­ar klukku­stund­ir áður en þú berð hana á borð.

Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka
Hrísgrjónagrautur á laugardegi og kakan góða á eftir

ÁRDÍS HULDA HRÁTERTUR — KARAMELLU..

— FÁRÁNLEGA GIRNILEG DÖÐLU- OG KARAMELLUTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.