Kókostoppar

Kókostoppar Birna Björnsdóttir ljósmóðir Brimnes Fáskrúðsfjörður smákökur jólabakstur jólasmákökur
Kókostoppar

Kókostoppar. Birna föðursystir mín, sem bakaði tæplega tuttugu tegundir af smákökum fyrir jólin, hafði þann sið í seinni tíð að ljúka smákökubakstrinum í nóvember. Sem barn var erfitt að skilja þetta en mikið skil ég þetta vel núna. Hér á bæ er þetta með aðeins öðru sniði. Að vísu höfum víð bakað hátt í tíu tegundir, en ekki til að geyma, nú eru það kókostoppar. Fínt að skella jóladisknum með Ellý og Vilhjálmi á og gleyma sér í bakstrinum. Kókosmjöl hefur allar götur verið i miklu uppáhaldi hjá mér og er enn.

.

BIRNA BJÖRNSD — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRIMNESSMÁKÖKURJÓLINKÓKOSMJÖL

Kókostoppar

6 3/4 b kókosmjöl

1 b hveiti

1/2 tsk salt

1 b (soya)mjólk

2/3 b kókosmjólk

1 msk vanilla

1/4 tsk möndludropar

1 egg

1 væn msk gott hunang

250 g dökkt gott súkkulaði

1-2 msk góð olía

Takið einn bolla af kókosmjöli og þurrristið á pönnu þar til það er fallega gyllt á litinn. Kælið lítið eitt. Blandið saman í skál kókosmjölinu (ristaða og óristaða) hveiti og salti. Takið  hrærivélaskál, setjið í hana mjólk, kókosmjólk, vanillu, möndludropa, egg og hunang – hrærið saman. Hellið þurrefnunum saman við og blandið vel saman. Mótið kökurnar með puttunum (tandurhreinum) og setjið á plötu með bökunarpappír á. Bakið í 12 – 14 mín við 170° eða þar til kökurnar eru fallega gylltar á litinn. Látið kólna

Setjið súkkulaði og olíu í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Dýfið kökunum í og kælið.

.

kókostoppar kókos smákökur birna björnsdóttir brimnes jólasmákökur jólabakstur kókosmjöl
Kókostoppar

.

— BIRNA BJÖRNSD — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRIMNESSMÁKÖKURJÓLINKÓKOSMJÖL

— KÓKOSTOPPARNIR GÓÐU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.