Súkkulaðisalamí

Súkkulaðisalamí súkkulaðislátur Amaretti amaretto möndlur barnaafmæli Nigella lawson köld kexkaka súkkulaði pistasíur kex mjólkurkex hulda steinsdóttir brimnes Vinkvennakaffi súkkulaðikex
Súkkulaðisalamí

Súkkulaðisalamí

Á mínum uppvaxtarárum var gjarnan útbúið svipað kaffimeðlæti fyrir barnaafmæli. Að vísu var því ekki rúllað upp eins og pylsu heldur sett í bökunarpappírsklætt jólakökuform, kælt og skorið síðan í sneiðar. Við kölluðum þetta stundum súkkulaðislátur… Í nýrri bók Nigellu er þessi réttur, hún lærði að útbúa hann á sínum sokkabandsárum á Ítalíu.

.

VINKVENNAKAFFITERTURNIGELLAÍTALÍA

.

Súkkulaðisalamí

250 g gott dökkt súkkulaði
100 g mjúkt smjör
1 dl sykur
3 egg
3-4 msk Amarettó
2 msk kakó
250 g Amaretti kex (eða gróft mjólkurkex)
1 dl möndlur
1 dl heslíhnetur, grófsaxaðar
1/2 dl pistasíur, grófsaxaðar
1/2 tsk salt
1-2 msk flórsykur

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Þeytið saman smjör og sykur, bætið saman við eggjunum – einu og einu í einu. Bætið við amarettólíkjörnum og bráðnu súkkulaði. Sigtið kakóið saman við og hrærið áfram. Myljið gróft kexið og blandið því saman við með sleif ásamt heslíhnetum, pistasíum og salti. Geymið í ísskáp í um 30 mín, hrærið með sleifinni annað slagið. Mótið í tvær pylsur, stráið flórsykrinum á og rúllið upp í bökunarpappír. Kælið.

og til gamans er hér uppskrift mömmu frá hennar sokkabandsárum:

Köld kexkaka

250 g palmín
250 g flórsykur
125 g kakó
1 msk appelsínusafi
3 egg
225 g ferhyrndar kexkökur

Bræðið palmin við lágan í potti, bætið út í flóryskri, kakói, appelsínu og eggjum. Brjótið kexkökurnar og setjið síðastar saman við. Blandið vel saman. Klæðið jólakökuform að innan með bökunarpappír, setjið soppuna saman við og kælið. Skerið í sneiðar

Súkkulaðisalamí vinkvennakaffi alberts stína ben friðdóra sólrún sólveig vilborg guðný steinunn Gunna Stína Helga þórhildur árdís hulda Björk Steinunn kata kolbeins matta
Súkkulaðisalamí og Vinkvennakaffið til umfjöllunar í Vikunni
Nigellissima
NIGELLA

— VINKVENNAKAFFITERTURNIGELLAÍTALÍA

— SÚKKULAÐISALAMÍ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017. Nýlega fór fram hin árlega smákökusamkeppni Kornax. Fjölmargar dásamlega góðar smákökur kepptu og dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Eftir að hafa fækkað niður í tuttugu voru þær smakkaðar aftur og gefin stig. Að því búnu voru stigin talin og hér er topp 4 listinn

Sítrónupressa – sítrónusafi

Sitrona

Sítrónupressa - sítrónusafi. Góð sítrónupressa ætti að vera til á öllum heimilum og vera notuð daglega - ætli megi ekki endurnýta hið gamla góða Opal-sagorð á sítrónusafann og segja: Hressir, bætir og kætir

Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben

Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben. Við Brimnesfjölskyldan förum stundum saman dagstúra. Þeir enda alltaf eins, við biðjum einhvern að bjóða okkur í kaffi (eða bjóðum okkur í kaffi). Ferðirnar heita ýmist vorferð, sumarferð, haustferð eða vetrarferð. Vorferðin núna var um Suðurnesin í einstaklega fallegu veðri. Tvær elstu systur mínar eru leiðsögukonur og það bunaðist upp úr þeim fróðleikurinn alla leiðina. Við enduðum svo í kaffi hjá Stínu Ben og dætrum hennar. Það er nú ekki komið að tómum kofanum þar.