Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

appelsínumöndluterta Appelsínumöndlukaka, orange cake furuhnetur appelsínur kaka terta fljótleg yndisleg og ljúf kaka, sætur angan fyllir vitin, sérhver biti kætir svanga eins og draumur.
Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

Appelsínumöndlukaka, yndisleg og ljúf kaka, sætur angan fyllir vitin, sérhver biti kætir svanga eins og draumur.

Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf.

🍊

— APPELSÍNURTERTURAPPELSÍNUTERTURMÖNDLUTERTUREFTIRRÉTTIR

🍊

Appelsínumöndlukaka

2 dl möndlur (heilar og með hýði)
1 dl (hrá)sykur
2 dl hveiti
2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
rifinn börkur af 2 appelsínum
1 tsk vanilla
4 egg
1 dl  ólífuolía
25 g furuhnetur

gróft saxaðar möndlur til skrauts

Hakkið möndlurnar gróft í matvinnsluvél, eða saxið. Blandið saman sykrinum, hveiti, lyftidufti, salti, möndlum, appelsínuberki og vanillu í skál. Bætið eggjum saman við, eitt í einu á meðan þú lætur þeytarann ganga og loks olíu.
Helltu deiginu beint í kringlótt kökuform (c.a.22 cm í þvermál).  Stráðu svo furuhnetunum yfir herlegheitin.
Bakið við 175° í um 30 mín. Stráið söxuðum möndlum yfir þegar hún er nýkomin úr ofninum og flórsykri ef vill.

🍊

— APPELSÍNURTERTURAPPELSÍNUTERTURMÖNDLUTERTUREFTIRRÉTTIR

— APPELSÍNUMÖNDLUKAKA —

🍊

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Samloka

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Það er margt gott við að borða grænmeti og nú bætist enn í sarpinn. Samkvæmt nýrri rannsókn eru grænmetisætur mun ólíklegri til að fá krabbamein í ristil og endaþarm miðað við þá sem borða það sem flestir Íslendingar skilgreina sem venjulega fæðu.

Sablés Breton – bretónskar smákökur

Sablés Bretons

Sablés Breton - bretónskar smákökur. Í tilefni þess að Jón Björgvin frændi minn fermist í dag þá er hér uppskrift sem birtist í blaði Franskra daga fyrir sex árum. Jón fékk það vandasama verkefni að halda á kökunum í myndatöku, í glampandi sól.

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.

Harry prins og Meghan – konunglegt giftingarboð

Harry prins og Meghan - konunglegt giftingarboð. Með ánægju tilkynnist það hér og nú að ég hef ákveðið að koma út úr Royalistaskápnum. Það einstaklega gaman að fylgjast með giftingu þeirra Harrýs og Meghan með góðu fólki sem allir áttu það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á konungsfjölskyldum. Hópurinn fylgdist af mjög miklum áhuga með giftingunni í Englandi í dag.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla