Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

appelsínumöndluterta Appelsínumöndlukaka, orange cake furuhnetur appelsínur kaka terta fljótleg yndisleg og ljúf kaka, sætur angan fyllir vitin, sérhver biti kætir svanga eins og draumur.
Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

Appelsínumöndlukaka, yndisleg og ljúf kaka, sætur angan fyllir vitin, sérhver biti kætir svanga eins og draumur.

Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf.

🍊

— APPELSÍNURTERTURAPPELSÍNUTERTURMÖNDLUTERTUREFTIRRÉTTIR

🍊

Appelsínumöndlukaka

2 dl möndlur (heilar og með hýði)
1 dl (hrá)sykur
2 dl hveiti
2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
rifinn börkur af 2 appelsínum
1 tsk vanilla
4 egg
1 dl  ólífuolía
25 g furuhnetur

gróft saxaðar möndlur til skrauts

Hakkið möndlurnar gróft í matvinnsluvél, eða saxið. Blandið saman sykrinum, hveiti, lyftidufti, salti, möndlum, appelsínuberki og vanillu í skál. Bætið eggjum saman við, eitt í einu á meðan þú lætur þeytarann ganga og loks olíu.
Helltu deiginu beint í kringlótt kökuform (c.a.22 cm í þvermál).  Stráðu svo furuhnetunum yfir herlegheitin.
Bakið við 175° í um 30 mín. Stráið söxuðum möndlum yfir þegar hún er nýkomin úr ofninum og flórsykri ef vill.

🍊

— APPELSÍNURTERTURAPPELSÍNUTERTURMÖNDLUTERTUREFTIRRÉTTIR

— APPELSÍNUMÖNDLUKAKA —

🍊

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Forsetatertan

Forsetatertan 2012. Nokkrir meðlimir í Konditorsambandi Íslands komu færandi hendi á Bessastaði með heljarinnar tertu sem bökuð hafði verið í tilefni af forsetakosningunum. Forsetakakan 2012 er saman sett úr frönskum möndlubotni, karamellu og súkkulaði mousse og með steyptum hindberjakjarna. Sigurður Már konditormeistari brást skjótt við beiðni minni um uppskriftina.

Allir geta dansað – líka Bergþór

Allir geta dansað. Ég man varla eftir öðrum eins viðbrögðum eins og við þáttunum Allir geta dansað. Ég held að þessi þáttaröð hafi hreinlega þjappað okkur Íslendingum saman í bjartsýni og gleði. Allir geta séð sjálfa sig í þeirra sporum, því að þau byrjuðum flest algerlega blaut á bak við eyrun, ég hef m.a.s. hitt karla sem nenna aldrei að horfa á dans og þola ekki raunveruleikaþætti, en þeir hreinlega límast við skjáinn.

Jarðarberjaterta Ólafs

Jarðarberjaterta – raw. Við fögnum í dag með Ólafi fimm ára afmæli hans. Afmæliskaffiborðið var hlaðið af góðgæti, meðal annars þessari jarðarberjatertu. Þegar haldið var upp á eins árs afmæið hans var þessi Döðluterta í boði.

Fyrri færsla
Næsta færsla