Karamellu-pekanterta – borðuð upp til agna

Karamellupekanterta Karamellu-pekanterta KARAMELLA listaháskólinn lhi tryggvi m baldvinsson
Karamellu-pekanterta

Karamellu-pekanterta

Tryggvi M. Baldvinsson sló gjörsamlega í gegn með pekantertunni í síðasta föstudagskaffi í LHI, við vorum eins og hungraðir úlfar og kláruðum tvær tertu á mettíma.

LISTAHÁSKÓLINNFÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU..PEKAN

.

Karamellu-pekanterta

Tertan:

80 g döðlur, skornar niður eða klipptar í litla bita

1/2 dl vatn

5 eggjahvítur

70 g döðlur, skornar niður eða klipptar í litla bita

80 g 70% súkkulaði, saxað

80 g möndluflögur, ristaðar á pönnu og malaðar

(má sleppa að rista þær en þær verða bragðmeiri þannig)

Hitið ofninn í 150°C. Sjóðið döðlur og vatn saman í 2 – 3 mínútur og maukið síðan í matvinnsluvél, kælið. Þeytið eggjahvítur alveg stífar. Takið smávegis af hvítunum og blandið saman við döðlumaukið. Þetta er gert í tvennu lagi til að halda loftinu í hvítunum. Bætið söxuðum döðlum, möndlumjöli og súkkulaði varlega saman við eggjahvítublönduna. Hellið deiginu í smurt eða pappírsklætt smelluform, 22 cm, og bakið í miðjum ofni í 20 mín. Kælið kökuna aðeins í forminu og losið hana síðan varlega úr. Setjið kökuna á tertudisk.

OFAN Á:

200 g pekanhnetur

90 g hrásykur

1/3 tsk salt

3/4 dl rjómi

Ristið pekanhnetur í ofni við 180°C. Sjóðið saman hrásykur, salt og rjóma þar til fer að þykkna. Raðið hnetunum á kökuna og dreifið úr sósunni yfir. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma ef vill.

LISTAHÁSKÓLINNFÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU..PEKAN

— KARAMELLUPEKANTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Grænn drykkur - búst - græna þruman. Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös (annað ýmist með matarsóda eða sítrónu) og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu

Emjað í Eyjafirðinum. Innarlega í Eyjafirðinum er veitingastaðurinn Silva. Þar er einstaklega góður matur og fallegt umhverfi. Þar fengum við kúrbútsrúllur og emjuðum af ánægju. Kristín eigandi staðarins gaf mér góðfúslega uppskriftina til að birta hér