Auglýsing
Karamellupekanterta Karamellu-pekanterta KARAMELLA listaháskólinn lhi tryggvi m baldvinsson
Karamellu-pekanterta

Karamellu-pekanterta. Tryggvi M. Baldvinsson sló gjörsamlega í gegn með pekantertunni í síðasta föstudagskaffi í LHI, við vorum eins og hungraðir úlfar og kláruðum tvær tertu á mettíma.

LISTAHÁSKÓLINNFÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU..PEKAN

.

Karamellu-pekanterta

Tertan:

80 g döðlur, skornar niður eða klipptar í litla bita

1/2 dl vatn

5 eggjahvítur

70 g döðlur, skornar niður eða klipptar í litla bita

80 g 70% súkkulaði, saxað

80 g möndluflögur, ristaðar á pönnu og malaðar

(má sleppa að rista þær en þær verða bragðmeiri þannig)

Hitið ofninn í 150°C. Sjóðið döðlur og vatn saman í 2 – 3 mínútur og maukið síðan í matvinnsluvél, kælið. Þeytið eggjahvítur alveg stífar. Takið smávegis af hvítunum og blandið saman við döðlumaukið. Þetta er gert í tvennu lagi til að halda loftinu í hvítunum. Bætið söxuðum döðlum, möndlumjöli og súkkulaði varlega saman við eggjahvítublönduna. Hellið deiginu í smurt eða pappírsklætt smelluform, 22 cm, og bakið í miðjum ofni í 20 mín. Kælið kökuna aðeins í forminu og losið hana síðan varlega úr. Setjið kökuna á tertudisk.

OFAN Á:

200 g pekanhnetur

90 g hrásykur

1/3 tsk salt

3/4 dl rjómi

Ristið pekanhnetur í ofni við 180°C. Sjóðið saman hrásykur, salt og rjóma þar til fer að þykkna. Raðið hnetunum á kökuna og dreifið úr sósunni yfir. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma ef vill.

LISTAHÁSKÓLINNFÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU..PEKAN

— KARAMELLUPEKANTERTA —

.

Auglýsing