Karamellu-pekanterta – borðuð upp til agna

Karamellupekanterta Karamellu-pekanterta KARAMELLA listaháskólinn lhi tryggvi m baldvinsson
Karamellu-pekanterta

Karamellu-pekanterta. Tryggvi M. Baldvinsson sló gjörsamlega í gegn með pekantertunni í síðasta föstudagskaffi í LHI, við vorum eins og hungraðir úlfar og kláruðum tvær tertu á mettíma.

LISTAHÁSKÓLINNFÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU..PEKAN

.

Karamellu-pekanterta

Tertan:

80 g döðlur, skornar niður eða klipptar í litla bita

1/2 dl vatn

5 eggjahvítur

70 g döðlur, skornar niður eða klipptar í litla bita

80 g 70% súkkulaði, saxað

80 g möndluflögur, ristaðar á pönnu og malaðar

(má sleppa að rista þær en þær verða bragðmeiri þannig)

Hitið ofninn í 150°C. Sjóðið döðlur og vatn saman í 2 – 3 mínútur og maukið síðan í matvinnsluvél, kælið. Þeytið eggjahvítur alveg stífar. Takið smávegis af hvítunum og blandið saman við döðlumaukið. Þetta er gert í tvennu lagi til að halda loftinu í hvítunum. Bætið söxuðum döðlum, möndlumjöli og súkkulaði varlega saman við eggjahvítublönduna. Hellið deiginu í smurt eða pappírsklætt smelluform, 22 cm, og bakið í miðjum ofni í 20 mín. Kælið kökuna aðeins í forminu og losið hana síðan varlega úr. Setjið kökuna á tertudisk.

OFAN Á:

200 g pekanhnetur

90 g hrásykur

1/3 tsk salt

3/4 dl rjómi

Ristið pekanhnetur í ofni við 180°C. Sjóðið saman hrásykur, salt og rjóma þar til fer að þykkna. Raðið hnetunum á kökuna og dreifið úr sósunni yfir. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma ef vill.

LISTAHÁSKÓLINNFÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU..PEKAN

— KARAMELLUPEKANTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.