Karamellu-pekanterta – borðuð upp til agna

Karamellupekanterta Karamellu-pekanterta KARAMELLA listaháskólinn lhi tryggvi m baldvinsson
Karamellu-pekanterta

Karamellu-pekanterta

Tryggvi M. Baldvinsson sló gjörsamlega í gegn með pekantertunni í síðasta föstudagskaffi í LHI, við vorum eins og hungraðir úlfar og kláruðum tvær tertu á mettíma.

LISTAHÁSKÓLINNFÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU..PEKAN

.

Karamellu-pekanterta

Tertan:

80 g döðlur, skornar niður eða klipptar í litla bita

1/2 dl vatn

5 eggjahvítur

70 g döðlur, skornar niður eða klipptar í litla bita

80 g 70% súkkulaði, saxað

80 g möndluflögur, ristaðar á pönnu og malaðar

(má sleppa að rista þær en þær verða bragðmeiri þannig)

Hitið ofninn í 150°C. Sjóðið döðlur og vatn saman í 2 – 3 mínútur og maukið síðan í matvinnsluvél, kælið. Þeytið eggjahvítur alveg stífar. Takið smávegis af hvítunum og blandið saman við döðlumaukið. Þetta er gert í tvennu lagi til að halda loftinu í hvítunum. Bætið söxuðum döðlum, möndlumjöli og súkkulaði varlega saman við eggjahvítublönduna. Hellið deiginu í smurt eða pappírsklætt smelluform, 22 cm, og bakið í miðjum ofni í 20 mín. Kælið kökuna aðeins í forminu og losið hana síðan varlega úr. Setjið kökuna á tertudisk.

OFAN Á:

200 g pekanhnetur

90 g hrásykur

1/3 tsk salt

3/4 dl rjómi

Ristið pekanhnetur í ofni við 180°C. Sjóðið saman hrásykur, salt og rjóma þar til fer að þykkna. Raðið hnetunum á kökuna og dreifið úr sósunni yfir. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma ef vill.

LISTAHÁSKÓLINNFÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU..PEKAN

— KARAMELLUPEKANTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur?

 

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur? Sumum virðist hafa verið kennt að koma sí og æ að borðinu til að spyrja: „Hvernig bragðast maturinn?“ Það virkar stundum eins og lærð kurteisi, en það er aldrei þægilegt. Gestirnir láta vita ef eitthvað er að og gefa merki ef vantar aðstoð, en þá er auðvitað mikilvægt að sjá til hliðar og líka með hnakkanum þegar gestur gefur bendingu.