Litfagurt salat

Litfagurt salat dressing salatdressing sumarlegt salat fljótlegt
Litfagurt salat með góðri dressingu

Litfagurt salat

Það þarf ekki alltaf mörg hráefni í salatið til að gera það litfagurt. Hér eru fjórir glaðlegir litir saman. Það má segja að það sé sumar í þessu salati.

.

SALÖTGRÆNMETIVEGAN

.

Litfagurt salat

Salat:
grænkál, saxað
gulrætur, rifnar
trönuber
ristaðar kókosflögur

Dressing:

Safi úr 1/2 sítrónu (eða lime)
Safi úr 1/2 appelsínu
1 msk hnetusmjör
1 1/2 msk kókosmjólk
3 döðlur, saxaðar og lagðar í bleyti í um 20 mín
engifer
chili
salt

Salat: blandið öllu saman í skál

Dressing: Setjið sítrónu, appelsínu, hnetusmjör, kókosmjólk, döðlur (og vatnið af döðlunum) engifer, chili og salt blandara og blandið vel saman. Hellið dressingunni yfir salatið, hrærið saman og látið standa í um 30 mín áður.

Litfagurt salat
Hráefni í dressingu

.

SALÖTGRÆNMETIVEGAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbari er góður til að baka úr – 5 vinsælar rabarbarauppskriftir

Rabarbari er góður til að baka úr - FIMM vinsælar rabarbarauppskriftir. Hér áðurfyrr var rabarbari aðallega notaður til að í sultur og grauta. Hann er einnig tilvalinn til baksturs. Vinsælasta uppskriftin á síðunni er Rabarbarapæið góða sem ég bakaði daglega í áratug, öll árin sem ég var með kaffihúsið í Templaranum á Fáskrúðsfirði. Hér eru nokkrar uppskriftir með rabarbara. Njótum lífsins og bökum (úr rabarbara)

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur. Margir eru hrifnir af því að taka með eitthvað matarkyns til vina sinna. Það er gráupplagt að taka með ristaðar hnetur, svo er líka gaman að eiga þær til að maula á. Hneturnar eru hollar og cayenne já og hunang líka ;) í staðinn fyrir pekanhnetur má nota möndlur