Auglýsing
GER Vandamál við gerbakstur
Þurrger

Vandamál við gerbakstur

Algengasta grunngerdeigið inniheldur fjóra meginefnisþætti: mjöl, ger, vatn og salt. Það kann að virðast flókið að baka gerbrauð, en í rauninni er framkvæmdin ósköp einföld. Gerið er leyst upp í vökva, síðan er deigefnunum blandað saman og hnoðað. Síðan er deigið látið lyfta sér. Eftir að loftið sem myndast við lyftinguna hefur verið hnoðað úr, er deigið mótað og látið lyfta sér á ný uns það hefur náð tilskildum léttleika. Að endingu er bakað í ofni. Það krefst æfingar að baka gerbrauð og eins og gerist koma upp vandamál – afurðin verður ekki fullkomin. Þá má ekki gefast upp.

BRAUÐSÚRDEIG FRÁ GRUNNI ÞURRGERBAKSTUR

.

Deigið lyftir sér illa eða alls ekki:

-Gerið of gamalt

-Vökvinn sem notaður var til að leysa upp gerið var of heitur

-Of mikið mjúkt hveiti, sykur, salt, fita eða egg í deiginu

-Gerið komst í snertingu við salt eða of mikið af sykri

-Deigið var of lítið eða of mikið hnoðað

-Ofnhitinn var of lágur

Brauðið þungt í sér:

-Of mikið af vökva í deiginu

-Deigið lyftir sér of mikið í þegar það lyftir sér fyrst

–Deigið lyftir sér ekki nóg

Brauðið mjúkt og loftkennt:

-Of mikið ger í deiginu

-Deigið hefast við of háan hita

-Deigið lyftir sér ofof mikið (seinni lyfting)

-Ofnhiti var of lágur

Gerbragð eða súrbragð:

-Of mikið ger í deiginu eða það lyftir sér of mikið

-Deigið lyfti sér of hratt við fyrstu lyftingu

-Deigið lyfti sér of hægt.

.

BRAUÐSÚRDEIG FRÁ GRUNNI ÞURRGERBAKSTUR

— VANDAMÁL VIÐ GERBAKSTUR —

.

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Ég nota 1 á móti 1 ger og rauðvínsedik í “mína” brauðblöndu 1/4 teskeið af hvoru á móti þremur bollum af hveiti. Hnoða deigið ekkert en slæ því saman með sleif þangað til að komin er góð soppa og læt hefast á góðum stað í fjóra tíma og hreyfi þá deigið aðeins og læt svo hefast í einn tíma áður en ég baka. Klikkar ekki 😉

Comments are closed.