Vandamál við gerbakstur

GER Vandamál við gerbakstur
Þurrger

Vandamál við gerbakstur

Algengasta grunngerdeigið inniheldur fjóra meginefnisþætti: mjöl, ger, vatn og salt. Það kann að virðast flókið að baka gerbrauð, en í rauninni er framkvæmdin ósköp einföld. Gerið er leyst upp í vökva, síðan er deigefnunum blandað saman og hnoðað. Síðan er deigið látið lyfta sér. Eftir að loftið sem myndast við lyftinguna hefur verið hnoðað úr, er deigið mótað og látið lyfta sér á ný uns það hefur náð tilskildum léttleika. Að endingu er bakað í ofni. Það krefst æfingar að baka gerbrauð og eins og gerist koma upp vandamál – afurðin verður ekki fullkomin. Þá má ekki gefast upp.

BRAUÐSÚRDEIG FRÁ GRUNNI ÞURRGERBAKSTUR

.

Deigið lyftir sér illa eða alls ekki:

-Gerið of gamalt

-Vökvinn sem notaður var til að leysa upp gerið var of heitur

-Of mikið mjúkt hveiti, sykur, salt, fita eða egg í deiginu

-Gerið komst í snertingu við salt eða of mikið af sykri

-Deigið var of lítið eða of mikið hnoðað

-Ofnhitinn var of lágur

Brauðið þungt í sér:

-Of mikið af vökva í deiginu

-Deigið lyftir sér of mikið í þegar það lyftir sér fyrst

–Deigið lyftir sér ekki nóg

Brauðið mjúkt og loftkennt:

-Of mikið ger í deiginu

-Deigið hefast við of háan hita

-Deigið lyftir sér ofof mikið (seinni lyfting)

-Ofnhiti var of lágur

Gerbragð eða súrbragð:

-Of mikið ger í deiginu eða það lyftir sér of mikið

-Deigið lyfti sér of hratt við fyrstu lyftingu

-Deigið lyfti sér of hægt.

.

BRAUÐSÚRDEIG FRÁ GRUNNI ÞURRGERBAKSTUR

— VANDAMÁL VIÐ GERBAKSTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Heit súkkulaðiterta

Heit súkkulaðiterta. Heiðurshjónin Kristján og Ragna buðu uppá ljúffenga heita súkkulaðitertu, hún var borin fram með rjómaís og ferskum ávöxtum. Tertan var svo bragðgóð (eða gestirnir gráðugir) að það fórst fyrir að taka mynd af henni áður en við byrjuðum að borða

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Pekanpæ

pekanpae

Pekanpæ, alveg guðdómlega gott. Það er nú gaman að segja frá því að á topp tíu yfir mest skoðuðu uppskriftir síðasta árs eru þrjár hráfæðistertur. Hér er enn ein dásemdin sem allir(eða langflestir) eiga eftir að elska – guðdómlega gott.

Fyrri færsla
Næsta færsla