Vandamál við gerbakstur

GER Vandamál við gerbakstur
Þurrger

Vandamál við gerbakstur

Algengasta grunngerdeigið inniheldur fjóra meginefnisþætti: mjöl, ger, vatn og salt. Það kann að virðast flókið að baka gerbrauð, en í rauninni er framkvæmdin ósköp einföld. Gerið er leyst upp í vökva, síðan er deigefnunum blandað saman og hnoðað. Síðan er deigið látið lyfta sér. Eftir að loftið sem myndast við lyftinguna hefur verið hnoðað úr, er deigið mótað og látið lyfta sér á ný uns það hefur náð tilskildum léttleika. Að endingu er bakað í ofni. Það krefst æfingar að baka gerbrauð og eins og gerist koma upp vandamál – afurðin verður ekki fullkomin. Þá má ekki gefast upp.

BRAUÐSÚRDEIG FRÁ GRUNNI ÞURRGERBAKSTUR

.

Deigið lyftir sér illa eða alls ekki:

-Gerið of gamalt

-Vökvinn sem notaður var til að leysa upp gerið var of heitur

-Of mikið mjúkt hveiti, sykur, salt, fita eða egg í deiginu

-Gerið komst í snertingu við salt eða of mikið af sykri

-Deigið var of lítið eða of mikið hnoðað

-Ofnhitinn var of lágur

Brauðið þungt í sér:

-Of mikið af vökva í deiginu

-Deigið lyftir sér of mikið í þegar það lyftir sér fyrst

–Deigið lyftir sér ekki nóg

Brauðið mjúkt og loftkennt:

-Of mikið ger í deiginu

-Deigið hefast við of háan hita

-Deigið lyftir sér ofof mikið (seinni lyfting)

-Ofnhiti var of lágur

Gerbragð eða súrbragð:

-Of mikið ger í deiginu eða það lyftir sér of mikið

-Deigið lyfti sér of hratt við fyrstu lyftingu

-Deigið lyfti sér of hægt.

.

BRAUÐSÚRDEIG FRÁ GRUNNI ÞURRGERBAKSTUR

— VANDAMÁL VIÐ GERBAKSTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kryddbrauð – Pain d’epices

Kryddbrauð

Kryddbrauð - Pain d'epices. Hunangskryddbrauð eru hreinasta dásemd. Sjálfur set ég oftast heldur meira af kryddum en gefið er upp, ætli ég mundi ekki setja um hálfa teskeið af hverju kryddi. Nótabene, ég bakaði ekki brauðið, þóra kom með það með föstudagskaffinu í vinnunni.

Soðið rauðkál

Soðið rauðkál. Það er auðvelt að tengja lykt við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna...

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga. Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.

Fyrri færsla
Næsta færsla