Vandamál við gerbakstur

GER Vandamál við gerbakstur
Þurrger

Vandamál við gerbakstur

Algengasta grunngerdeigið inniheldur fjóra meginefnisþætti: mjöl, ger, vatn og salt. Það kann að virðast flókið að baka gerbrauð, en í rauninni er framkvæmdin ósköp einföld. Gerið er leyst upp í vökva, síðan er deigefnunum blandað saman og hnoðað. Síðan er deigið látið lyfta sér. Eftir að loftið sem myndast við lyftinguna hefur verið hnoðað úr, er deigið mótað og látið lyfta sér á ný uns það hefur náð tilskildum léttleika. Að endingu er bakað í ofni. Það krefst æfingar að baka gerbrauð og eins og gerist koma upp vandamál – afurðin verður ekki fullkomin. Þá má ekki gefast upp.

BRAUÐSÚRDEIG FRÁ GRUNNI ÞURRGERBAKSTUR

.

Deigið lyftir sér illa eða alls ekki:

-Gerið of gamalt

-Vökvinn sem notaður var til að leysa upp gerið var of heitur

-Of mikið mjúkt hveiti, sykur, salt, fita eða egg í deiginu

-Gerið komst í snertingu við salt eða of mikið af sykri

-Deigið var of lítið eða of mikið hnoðað

-Ofnhitinn var of lágur

Brauðið þungt í sér:

-Of mikið af vökva í deiginu

-Deigið lyftir sér of mikið í þegar það lyftir sér fyrst

–Deigið lyftir sér ekki nóg

Brauðið mjúkt og loftkennt:

-Of mikið ger í deiginu

-Deigið hefast við of háan hita

-Deigið lyftir sér ofof mikið (seinni lyfting)

-Ofnhiti var of lágur

Gerbragð eða súrbragð:

-Of mikið ger í deiginu eða það lyftir sér of mikið

-Deigið lyfti sér of hratt við fyrstu lyftingu

-Deigið lyfti sér of hægt.

.

BRAUÐSÚRDEIG FRÁ GRUNNI ÞURRGERBAKSTUR

— VANDAMÁL VIÐ GERBAKSTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla