Holl og góð samloka

Holl og góð samloka nesti grænmetissamloka hollusta brauð með áleggi
Holl og góð samloka

Holl og góð samloka

Í dag var haldið í langa fjallgöngu í góða veðrinu á sumarsólstöðum. Það er alltaf mikilvægt að borða hollt, líka á fjöllum. Það er nú svo sem engin sérstök uppskrift. Reynum samt:

1 heilhveiti brauðsneið, smurð með bertolli. Ofan á: Vel af grænu salati, tómötum, gúrkum, papriku og steinselju. Já eða bara því grænmeti sem er til. Piprið. Smyrjið hina sneiðina með blöndu af mæjónesi og Dijon sinnepi (eða öðru sinnepi) og setjið ofan á grænmetið. Og þá er samlokan tilbúin.

SAMLOKURNESTI

.

Úlfarsfell

Er hæst er á lofti
sumarsólin,
þá blikar á klósiga

bak við hólinn,
og lúpínan grær
og líka njólinn
á meðan presturinn
stígur í stólinn.

Páll Bergþórsson

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Bernaise sósa frá grunni. Það má nú alveg tala um endurkomu Bernaise sósunnar, hún er kannski ekki sú hollasta  sem til er - en mikið er alvöru Bernaise sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á Hollandaise sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og  lambalæri - já ég held bara flestu kjöti. Í matarboði Gunnars og Helenu var Berneaise sósa sem Gunnar lagaði frá grunni.

SaveSave

SaveSave

Súkkulaðikasjúsmákökur

Sukkuladikasju-smakokur

Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂

Döðlur með Gorgonzola

P1013662

Döðlur með Gorgonzola. Uppáhaldsosturinn minn um þessar mundir (og alla þessa öld...) er Gorgonzola, silkimjúkur, örlítið saltur og dásamlega bragðgóður þegar hann er passlega þroskaður. Þó Gorgonzolafylltar döðlur hljómi etv framandi í sumra eyrum, ættuð þið að prófa. Það er auðveldast að eiga við döðlurnar í kössunum, þær eru passlega mjúkar. Döðlurnar má útbúa með nokkurra klst fyrirvara og bera fram við stofuhita (eldhússhita).