Holl og góð samloka
Í dag var haldið í langa fjallgöngu í góða veðrinu á sumarsólstöðum. Það er alltaf mikilvægt að borða hollt, líka á fjöllum. Það er nú svo sem engin sérstök uppskrift. Reynum samt:
1 heilhveiti brauðsneið, smurð með bertolli. Ofan á: Vel af grænu salati, tómötum, gúrkum, papriku og steinselju. Já eða bara því grænmeti sem er til. Piprið. Smyrjið hina sneiðina með blöndu af mæjónesi og Dijon sinnepi (eða öðru sinnepi) og setjið ofan á grænmetið. Og þá er samlokan tilbúin.
.
Er hæst er á lofti
sumarsólin,
þá blikar á klósiga
bak við hólinn,
og lúpínan grær
og líka njólinn
á meðan presturinn
stígur í stólinn.