Holl og góð samloka

Holl og góð samloka nesti grænmetissamloka hollusta brauð með áleggi
Holl og góð samloka

Holl og góð samloka

Í dag var haldið í langa fjallgöngu í góða veðrinu á sumarsólstöðum. Það er alltaf mikilvægt að borða hollt, líka á fjöllum. Það er nú svo sem engin sérstök uppskrift. Reynum samt:

1 heilhveiti brauðsneið, smurð með bertolli. Ofan á: Vel af grænu salati, tómötum, gúrkum, papriku og steinselju. Já eða bara því grænmeti sem er til. Piprið. Smyrjið hina sneiðina með blöndu af mæjónesi og Dijon sinnepi (eða öðru sinnepi) og setjið ofan á grænmetið. Og þá er samlokan tilbúin.

SAMLOKURNESTI

.

Úlfarsfell

Er hæst er á lofti
sumarsólin,
þá blikar á klósiga

bak við hólinn,
og lúpínan grær
og líka njólinn
á meðan presturinn
stígur í stólinn.

Páll Bergþórsson

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram, nú eru það heiðurshjónin Þórhildur Helga og Bogi sem buðu heim og héldu matarboð. Auk okkar Bergþórs buðu þau öðrum vinahjónum Hildigunni og Helga. Helga og Bogi gáfu sér góðan tíma í undirbúninginn eins og fram kemur hér að neðan. Hreindýracarpaccio var silkimjúkt og bragðgott. Lerkisveppina í aðalréttinn tíndu þau síðasta haust, söxuðu niður og frystu, mjög góður kjúklingaréttur. Eftirrétturinn er hliðarútgáfa af Tiramisu. Þessi er með portvíni og súkkulaði yfir. Óskaplega gott og borðaður upp til agna.