Bláberjapæ sem bragðast afar vel

Bláberjapæ Kristján guðmundsson raufarhöfn Ragna heiðbjört reykjadalur bláber pæ súkkulaði kaffimeðlæti ber laugar sætabrauðsdrengirnir bláber einfaldur eftirréttur fljótlegt súkkulaði
Einfalt og ljúffengt bláberjapæ

Bláberjapæ

Á ferðalagi Sætabrauðsdrengjanna um landið buðu heiðurshjónin Kristján og Ragna í mat. Í eftirrétt var bláberjapæ sem bragðaðist afar vel og var borðað upp til agna (eins og allt hitt sem er borið á borð fyrir drengina).

— KRISTJÁN OG RAGNABLÁBERKAFFIMEÐLÆTISÆTABRAUÐSDRENGIRNIR

.

Kristján og Ragna bergþór gissur páll albert halldór viðar hlöðver
Bergþór, Gissur, Albert, Kristján, Halldór, Viðar og Hlöðver

Bláberjapæ

200 g smjör

2 dl sykur

3 dl hveiti

200 g kókosmjöl

4 – 5 dl bláber

ca 70 g dökkt gott súkkulaði, brytjað gróft.

Blandið þurrefnum saman og bræðið smjörið hellið yfir og hrærið saman með sleif. Setjið hluta af deiginu í eldfast mót, síðan berin og smá sykur stráð yfir. Síðan er restin af deiginu sáldrað yfir og loks súkkulaðinu. Bakið við 200°c í 15 – 20 mín..

.

— KRISTJÁN OG RAGNABLÁBERKAFFIMEÐLÆTISÆTABRAUÐSDRENGIRNIR

— BLÁBERJAPÆIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka. Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.

Fyrri færsla
Næsta færsla