Bláberjapæ
Á ferðalagi Sætabrauðsdrengjanna um landið buðu heiðurshjónin Kristján og Ragna í mat. Í eftirrétt var bláberjapæ sem bragðaðist afar vel og var borðað upp til agna (eins og allt hitt sem er borið á borð fyrir drengina).
— KRISTJÁN OG RAGNA — BLÁBER — KAFFIMEÐLÆTI — SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR —
.
Bláberjapæ
200 g smjör
2 dl sykur
3 dl hveiti
200 g kókosmjöl
4 – 5 dl bláber
ca 70 g dökkt gott súkkulaði, brytjað gróft.
Blandið þurrefnum saman og bræðið smjörið hellið yfir og hrærið saman með sleif. Setjið hluta af deiginu í eldfast mót, síðan berin og smá sykur stráð yfir. Síðan er restin af deiginu sáldrað yfir og loks súkkulaðinu. Bakið við 200°c í 15 – 20 mín..
.
— KRISTJÁN OG RAGNA — BLÁBER — KAFFIMEÐLÆTI — SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR —
.