Grískur fiskréttur – Psari Plaki

Grískur fiskur Grískur fiskréttur - Psari Plaki grikkland miðjarðarhafið tómatar

Grískur fiskréttur – Psari Plaki. Fátt er nú betra en splunkunýr fiskur sem er hárrétt eldaður. Ef þið eruð að flýta ykkur má setja grænmetið í matvinnsluvélin og steikja síðan.

Grískur fiskréttur – Psari Plaki

1/4 b ólífuolía

2 laukar

1 sellerístilkur

1 gulrót

2 hvítlauksrif

1/2 ds niðursoðnir tómatar, saxaðir

1 msk tómatpuré

1 tsk oreganó

1/2 tsk sykur

salt og pipar

1/2 b brauðrasp

500 g þorskur í bitum

2-3 msk söxuð steinselja

1 msk ferskur sítrónusafi.

Saxið lauk, sellerí og gulrætur frekar smátt, hitið olíuna á pönnu og steikið grænmetið. Bætið við söxuðum hvítlauk og látið malla um stund. Setjið því næst tómatana saman við þá tómatpuré, sykur, salt og pipar. Látið malla í um 10 mín, ekki með lokið á pönnunni. Látið í lokin helminginn af raspinu, steinseljuna og sítrónusafann saman við og hrærið vel saman.  Raðið fiskbitunum á eldfast form, setjið maukið yfir og stráið restinni af raspinu yfir. Bakið í 170°heitum ofni í um 20 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.

Rjómakaramella

Rjómakaramella - myndband. Eitt það skemmtilegast sem ég gerði í eldhúsinu þegar ég var lítill var að útbúa karamellur. Það telst nú kannski ekki æskilegt í nútímanum að leyfa börnum að stússast við slíkt enda er brendur sykur mjög hættulegur.

Gautaborg – matarborgin fjölbreytta

Gautaborg - matarborgin fjölbreytta. Þar eru fjölbreyttir matsölustaðir og kaffihús á hverju götuhorni og matarmenningin á háu stigi enda nokkrir Michelin staðir í borginni. Það er gaman að heimsækja Gautaborg, hún er draumur fyrir allt mataráhugafólk, ekki síst grænmetis/veganfólk. Gautaborg kom okkur mjög á óvart, skemmtilega á óvart.

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla. Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bauð í morgunkaffi og þar var meðal annars þessi undurgóða döðluhjónabandssæla: „Það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn, gott að hlæja og fá verk í magann."

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"

Fyrri færsla
Næsta færsla