Grískur fiskréttur – Psari Plaki

Grískur fiskur Grískur fiskréttur - Psari Plaki grikkland miðjarðarhafið tómatar

Grískur fiskréttur – Psari Plaki. Fátt er nú betra en splunkunýr fiskur sem er hárrétt eldaður. Ef þið eruð að flýta ykkur má setja grænmetið í matvinnsluvélin og steikja síðan.

Grískur fiskréttur – Psari Plaki

1/4 b ólífuolía

2 laukar

1 sellerístilkur

1 gulrót

2 hvítlauksrif

1/2 ds niðursoðnir tómatar, saxaðir

1 msk tómatpuré

1 tsk oreganó

1/2 tsk sykur

salt og pipar

1/2 b brauðrasp

500 g þorskur í bitum

2-3 msk söxuð steinselja

1 msk ferskur sítrónusafi.

Saxið lauk, sellerí og gulrætur frekar smátt, hitið olíuna á pönnu og steikið grænmetið. Bætið við söxuðum hvítlauk og látið malla um stund. Setjið því næst tómatana saman við þá tómatpuré, sykur, salt og pipar. Látið malla í um 10 mín, ekki með lokið á pönnunni. Látið í lokin helminginn af raspinu, steinseljuna og sítrónusafann saman við og hrærið vel saman.  Raðið fiskbitunum á eldfast form, setjið maukið yfir og stráið restinni af raspinu yfir. Bakið í 170°heitum ofni í um 20 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótaterta – þessi getur bara ekki klikkað

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Aldrei þreytist ég á að dásama hrátertur og annað hráfæði. Svei mér þá, ég held þær geti bara ekki klikkað. Ef þið hafið ekki nú þegar bragðað hrátertur skuluð þið drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða. Nú ef þið hafið bragðað hrátertu skuluð þið samt sem áður drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða :)

Möndlupestó

Möndlupestó. Á dögunum hitti ég Önnu á kaffihúsi og eftir stutta stund vorum við farin að tala um mat. Anna var nýbúin að útbúa möndlupestó og var meira að segja með uppskriftina í kollinum.

Friðrik krónprins í Danmörku fimmtugur

Friðrik krónprins í Danmörku er fimmtugur í dag. Við fjölskyldan slógum upp veislu honum til heiðurs, skáluðum og borðuðum danska Royal-tertu. Heitir þetta ekki að njóta lífsins? eða er það að lifa í núinu???

Essensia – veitingahús

Essensia dscf3801 Essensia dscf3776 

Essensia - Veitingahúsið Essensia á Hverfisgötu stimplar sig strax hressilega inn í veitingahúsaflóru höfuðborgarinnar svo eftir er tekið. Faglega að öllu staðið og hinn ítalski sunnan blær staðarins er kærkomin viðbót í fjölbreyttri matarborg sem Reykjavík er. Klassískir suðrænir bragðgóðir réttir einkenna staðinn. Réttir sem gestir geta deilt og eru hvattir til að deila. Enn ein úrvalsrósin í hnappagat Hákons Más Örvarssonar.

Fyrri færsla
Næsta færsla