Auglýsing

Grískur fiskur Grískur fiskréttur - Psari Plaki grikkland miðjarðarhafið tómatar

Grískur fiskréttur – Psari Plaki. Fátt er nú betra en splunkunýr fiskur sem er hárrétt eldaður. Ef þið eruð að flýta ykkur má setja grænmetið í matvinnsluvélin og steikja síðan.

Auglýsing

Grískur fiskréttur – Psari Plaki

1/4 b ólífuolía

2 laukar

1 sellerístilkur

1 gulrót

2 hvítlauksrif

1/2 ds niðursoðnir tómatar, saxaðir

1 msk tómatpuré

1 tsk oreganó

1/2 tsk sykur

salt og pipar

1/2 b brauðrasp

500 g þorskur í bitum

2-3 msk söxuð steinselja

1 msk ferskur sítrónusafi.

Saxið lauk, sellerí og gulrætur frekar smátt, hitið olíuna á pönnu og steikið grænmetið. Bætið við söxuðum hvítlauk og látið malla um stund. Setjið því næst tómatana saman við þá tómatpuré, sykur, salt og pipar. Látið malla í um 10 mín, ekki með lokið á pönnunni. Látið í lokin helminginn af raspinu, steinseljuna og sítrónusafann saman við og hrærið vel saman.  Raðið fiskbitunum á eldfast form, setjið maukið yfir og stráið restinni af raspinu yfir. Bakið í 170°heitum ofni í um 20 mín.