Ananas- og agúrkusalat

Ananas- og agúrkusalat kóríander gúrkur agúrka salat með grillmatnum Ananas- og gúrkusalat Ananassalat og agúrkusalat
Ananas- og agúrkusalat

Ananas- og agúrkusalat

Enn þann dag í dag man ég þegar ég bragðaði ferskan ananas í fyrsta skipti, vá hvað mér fannst hann góður, og finnst enn, og ólíkur þeim niðursoðna. Annars stendur niðursoðinn ananas alltaf fyrir sínu, t.d. í gulrótatertu.  Þetta ferska salat á vel við sem meðlæti með t.d. grillmat.

Ananas- og agúrkusalat

1 heill ananas, skorinn í bita

1 agúrka, skorin í bita

1 1/2 sítróna, bæði rifinn börkur og safi

1/2 b kóríander, saxað

salt og pipar

Blandið öllu saman í skál og kryddið með salti og pipar.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur?

 

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur? Sumum virðist hafa verið kennt að koma sí og æ að borðinu til að spyrja: „Hvernig bragðast maturinn?“ Það virkar stundum eins og lærð kurteisi, en það er aldrei þægilegt. Gestirnir láta vita ef eitthvað er að og gefa merki ef vantar aðstoð, en þá er auðvitað mikilvægt að sjá til hliðar og líka með hnakkanum þegar gestur gefur bendingu.

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.