Metnaður og metnaðarleysi

Metnaður og metnaðarleysi

Metnaður og metnaðarleysi

Við búum svo vel að hér er mikil samkeppni meðal veitingahúsa sem helst í hendur við fjölda ferðamanna og metnað þeirra sem vinna á veitingahúsunum. Hef nefnt það áður að nú er aðeins tímaspursmál hvenær íslenskt veitingahús kemst inn á Michelin stjörnulistann.
Af ýmsum ástæðum höfum við Bergþór valið að borða minna af dýraafurðum.
Í gær vorum við á árshátíð og pöntuðum, ásamt fleirum, grænmetisrétti með góðum fyrirvara.
Í forrétt fengum við saxað þurrt icebergsalat og í aðalrétt var þessi ótrúlegi, bragðlausi og óspennandi kúskúsréttur.

Metnaður starfsfólks veitingahúsa verður einnig að ná til þeirra fjölmörgu sem kjósa að borða grænmeti.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að bóna gólf

Heimilisalmanak IMG_1288

Að bóna gólf. Nægilegt er að bóna gólfið tvisvar til þrisvar í viku. Fyrst er gólfið sópað, því næst er borið á það með þunnum línklút, síðan nuddað með bónkúst, þar til það er gljáandi eða með ullarklút, sem látinn er undir gólfkúst. Við gólflistana og kringum fætur á húsgögnum verður að nudda með höndunum

Jarðarberjaterta Ólafs

Jarðarberjaterta – raw. Við fögnum í dag með Ólafi fimm ára afmæli hans. Afmæliskaffiborðið var hlaðið af góðgæti, meðal annars þessari jarðarberjatertu. Þegar haldið var upp á eins árs afmæið hans var þessi Döðluterta í boði.

Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar. Snemma beygist krókurinn eins og þar stendur. Frá 7-12 ára aldri var ég í heimavistarskóla og hafði dálæti á þeim konum sem elduðu góðan mat og bökuðu kaffimeðlæti. Ein þeirra var Guðrún, þetta kryddbrauð hennar var í miklu uppáhaldi hjá nemendunum.

Þurrkuð bláber

Þurrkuð bláber. Í þeirri ágætu bók Grænmeti og ber allt árið, sem af flestum var aldrei kölluð annað en Ber allt árið, útskýrir Helga Sigurðardóttir hvernig þurrka skuli bláber.