Graskerssúpa – sæt og rjómakennd

 Graskerssúpa grasker
Graskerssúpa

Graskerssúpa

Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu.

.

SÚPURVEGANGRASKER

.

Graskerssúpa

2 msk vatn
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, marin
1/2 tsk sinnepsfræ
1/2 tsk túrmerik
1/2 tsk engifer
1 tsk kúmín
1/2 tsk kanill
3/4 tsk salt
2 b vatn
grænmetiskraftur
1 lítið grasker eða 1/2 stórt
2 msk maple sýróp
1 msk sítrónusafi
1 1/2 – 2 b soya- eða hrísmjólk

Setjið vatn í pott og bætið við lauk og hvítlauk, látið sjóða í nokkrar mínútur. Bætið við kryddum. Hreinsið utan af graskerinu og fræhreinsið, skerið það í bita og látið í pottinn ásamt vatni, grænmetiskrafti sírópi og sítrónusafa. Látið sjóða í um 20 mín.  Bætið sojamjólk saman við og maukið.

.

SÚPURVEGANGRASKER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu

Emjað í Eyjafirðinum. Innarlega í Eyjafirðinum er veitingastaðurinn Silva. Þar er einstaklega góður matur og fallegt umhverfi. Þar fengum við kúrbútsrúllur og emjuðum af ánægju. Kristín eigandi staðarins gaf mér góðfúslega uppskriftina til að birta hér