Graskerssúpa
Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu.
.
.
Graskerssúpa
2 msk vatn
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, marin
1/2 tsk sinnepsfræ
1/2 tsk túrmerik
1/2 tsk engifer
1 tsk kúmín
1/2 tsk kanill
3/4 tsk salt
2 b vatn
grænmetiskraftur
1 lítið grasker eða 1/2 stórt
2 msk maple sýróp
1 msk sítrónusafi
1 1/2 – 2 b soya- eða hrísmjólk
Setjið vatn í pott og bætið við lauk og hvítlauk, látið sjóða í nokkrar mínútur. Bætið við kryddum. Hreinsið utan af graskerinu og fræhreinsið, skerið það í bita og látið í pottinn ásamt vatni, grænmetiskrafti sírópi og sítrónusafa. Látið sjóða í um 20 mín. Bætið sojamjólk saman við og maukið.
.
.