Auglýsing

 

Ísostaterta makkarónukökur rjómaostur ís ísterta kaka eftirréttur MONT BLANC MUNDO
Ísostaterta

Ísostaterta

Mont Blanc gönguhópurinn minn hittist á dögunum og borðaði saman. Bráðsniðug matarboðin þar sem allir koma með rétti – allir bjóða öllum í mat. Heiðurshjónin Guðlaug og Þorleifur sáu um eftirréttinn sem birtist upphaflega í Gestgjafanum.

.

ÍSTERTURMAKKARÓNURPÁLÍNUBOÐ

.

Ísostaterta

1 poki makkarónukökur
175 g smjör, brætt
1/3 tsk salt

Myljið makkarónukökurnar, bætið við salti og smjörinu. Blandið vel saman og setjið í botninn á meðastóru smelluformi.  Þéttið vel.

Fylling

300 g rjómaostur
200 g flórsykur
1/2 l rjómi, þeyttur

þeytið rjómaost og flórsykur saman. Blandið þeyttum rjóma varlega saman við. Setjið ofan á botninn í smelluforminu, jafnið vel og látið í frysti. Fyllingin á að frjósa alveg í gegn áður en lengra er haldið.

Krem

1 ds sýrður rjómi
200 g gott dökkt súkkulaði
ber til skreytingar.

Bræðið súkkulaðið og blandið saman við sýrða rjómann. Takið kökuna úr frysti og losið hana úr forminu. Best er að leggja formið ofan á sjóðandi heitan klút í stutta stund en við það ætti kakan að losna auðveldlega úr forminu . Setjið kökuna á kökudisk og smyrjið kreminu á hana á meðan hún er frosin. Skreytið með berjum. Setjið kökuna aftur í frysti ef bið er á að hún verði borin fram. Takið hana úr frysti 30 mín fyrir framreiðslu.

Ísostaterta

.

ÍSTERTURMAKKARÓNURPÁLÍNUBOÐ

ÍSOSTATERTA

.

Auglýsing