Besti jólabjórinn 2015

Jólabjór

Besti jólabjórinn 2015. Súkkulaði porter þótti skara framúr í árlegri jólabjóra smökkun í vinnunni. Í umsögn um Súkkulaði porter segir: Öflugur – ótrúlegt jafnvægi beiskju, sætleika og sýru – Súkkulaði jafvægi – konfekt, kökur og  pizzu. Nammi. Desertbjór. Súkkulaði sætt. Sætur mjúkur. Desertbjór. Bragðgóður. Mildur. Þungur.
Miði: betri en ýmislegt

Einstök og Boli Dobbel bock urðu jafnir í öðru og þriðja sæti

Einstök: Góður – æðislegur – fylling – bragðmikill samt mildur – smá spírabragð – langt og mjúkt expresso kaffi – dökkur fallegur. Silkimjúkur. Karakter. Mildur góður. Kampavín bjóranna. Bragðmikill. Opinn. Gorumet bjór. Tónbil hrein fimmund. Fylling – bragðmikill samt mildur. langt og mjúkt expresso kaffi. Dökkur fallegur.
Miði: Æðislegur – flottur – húmor

Boli Dobbel bock: Salmiak sætur – milt – nafnið er gott – gott jafnvægi – kraftmikill. Smá remma, ekki nægjanlega ballanseraður. Súkkulaðitónar – ekki margslunginn. Sælgæti. langt, milt og gott eftirbragð. Eins og dansari sem getur ekki stokkið….
Miði: ömurlegur og svartur.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins - Hannesarholt. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.

Konungsætt – ægigóð og ljúffeng kaka

Konungsætt. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Eitt árið voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Guðný Sölvadóttir bakaði Konungsætt og skreytti afar fallega. Ekki veit ég hvernig nafnið á kökunni er tilkomið en gaman væri að heyra það ef einhver veit.

Fyrri færsla
Næsta færsla