
Frk. Appelsína. Þessar undurgóðu smákökur minnti dómnefndina í smákökusamkeppni Kornax á jólin, appelínu og kanilbragðið kom vel í gegn og heillaði okkur svo að Frk.Appelsína lenti í fjórða sæti. Stökkar og bragðgóðar smákökur sem laumast má í alla aðventuna og líka yfir hátíðirnar.
— SMÁKÖKUR — APPELSÍNUR — JÓLIN —
Frk. Appelsína
180 g hrásykur
120 g púðursykur
150 g smjör
2 egg
180 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 tsk vanillusykur
2 tsk kanill
Rifinn börkur af einni appelsínu
200 g súkkulaði
Hitið ofninn í 180°C. Þeyta vel sykur og smjör. Bætið eggjunum útí og hrærið vel og lengi.
Blandið þurrefnum saman, setjið þau saman við deigið smátt og smátt með vélina á lágri stillingu.
Blandið rifna berkinum og hakkaða súkkulaðinu varlega í deigið með sleif.
Setjið u.þ.b. eina teskeið af deiginu á bökunarplötuna og passið að hafa gott bil á milli.
Setjið smá kanil yfir deigið og inn í ofn í 8-12 mín. Kælið á rist.
Njótið.
Höf. Maríanna Jónsdóttir


—
—