Frk. Appelsína

Frk. Appelsína smákökur smákökubakstur Maríanna Jónsdóttir verðlaun appelsínubörkur
Frk. Appelsína

Frk. Appelsína. Þessar undurgóðu smákökur minnti dómnefndina í smákökusamkeppni Kornax á jólin, appelínu og kanilbragðið kom vel í gegn og heillaði okkur svo að Frk.Appelsína lenti í fjórða sæti. Stökkar og bragðgóðar smákökur sem laumast má í alla aðventuna og líka yfir hátíðirnar.

SMÁKÖKURAPPELSÍNURJÓLIN

Frk. Appelsína

180 g hrásykur

120 g púðursykur

150 g smjör

2 egg

180 g hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1 tsk vanillusykur

2 tsk kanill

Rifinn börkur af einni appelsínu

200 g súkkulaði

Hitið ofninn í 180°C. Þeyta vel sykur og smjör. Bætið eggjunum útí og hrærið vel og lengi.

Blandið þurrefnum saman, setjið þau saman við deigið smátt og smátt með vélina á lágri stillingu.

Blandið rifna berkinum og hakkaða súkkulaðinu varlega í deigið með sleif.

Setjið u.þ.b. eina teskeið af deiginu á bökunarplötuna og passið að hafa gott bil á milli.

Setjið smá kanil yfir deigið og inn í ofn í 8-12 mín. Kælið á rist.

Njótið.

Höf. Maríanna Jónsdóttir

Frk. Appelsína. Þessar undurgóðu smákökur minnti dómnefndina í smákökusamkeppni Kornax á jólin, appelínu og kanilbragðið kom vel í gegn og heillaði okkur svo að Frk.Appelsína lenti í fjórða sæti. Stökkar og bragðgóðar smákökur sem laumast má í alla aðventuna og líka yfir hátíðirnar.
Dómnefndin að störfum
Smákökusamkeppni Kornax
Dómnefndin að störfum

— FRK. APPELSÍNA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

SaveSave

SaveSave

Public House

Public House. Við Laugaveginn í Reykjavík, rétt fyrir ofan Klapparstígsgatnamótin er veitingahúsið Public House. Notalegur vinsæll staður sem greinilega margir njóta að heimsækja beint af götunni. Þann tíma sem við sátum á Public House var stöðugt rennerí og staðurinn svo að segja fullsetinn allt kvöldið.