Piparkökur frá Anne Sofie von Otter

 sætabrauðsdrengirnir bergþór pálsson Piparkökur frá Anne Sophie von Otter anne sofie von otter svíþjóð óperusöngkona messosópran jólabakstur jólasmákökur smákökur
Piparkökur frá Anne Sofie von Otter

Piparkökur frá Anne Sofie von Otter

Á aðventu er gaman að leggja áherslu á samveru með fjölskyldunni og ekki síst að fá börnin til að hjálpa til við undirbúning jólanna. Það er alltaf tilhlökkun í loftinu þegar farið er að skreyta piparkökur og þó að sumir séu listfengir og fínlegir með glassúrsprautuna, er útlitið ekki höfuðatriði, mest virði er að njóta þess að vera saman við kertaljós.
Uppskriftin er frá sænsku mezzósópran söngkonunni Anne Sofie von Otter.

PIPARKÖKURJÓLINSMÁKÖKURBERGÞÓRSVÍÞJÓÐ

.

Piparkökur frá Anne Sofie von Otter

120 g smjör

1/3 bolli síróp

1/2 tsk engifer

1/2 tsk kardimommur

1/2 tsk kanill

1/2 tsk negull

1/2 bolli rjómi

1/3 tsk lyftiduft

3 bollar hveiti

Gerir um 60-70 Sætabrauðsdrengi.

Þeytið smjör, síróp og krydd. Bætið við léttþeyttum rjóma.  Sigtið saman hveiti og lyftidufti í skál og hrærið saman við smjörblönduna og hnoðið síðan á borði sem stráð hefur verið hveiti á. Setjið deigið í plast og í ísskáp yfir nótt.

Hitið ofninn í 200°C. Fletjið út á bökunarpappír með lófunum og notið síðan kökukefli með hveiti á. Skerið með Sætabrauðsdrengjamótum eða öðrum piparkökumótum.

Bakið eina prufuköku á plötu í 5 mín og aukið við tímann ef þörf er á. Þetta er það eina sem er nokkuð vandasamt, því að kökurnar mega alls ekki dökkna of mikið. Vægt brunabragð eyðileggur þær. Baksturstíminn getur líka verið mismunandi ef kökurnar eru ekki jafnþykkar. Ofnar eru svo mismunandi að best er að líta oft í ofninn, enda falla kökurnar ekki.

Setjið á grind til að kæla.

Glassúr: 2 b flórsykur, 1 egg og 1 tsk edik.

Egg virðast alltaf vera að stækka, svo að líklega þarf að bæta flórsykri við þar til rétt þykkt myndast. Hana má prófa með því að láta leka af tannstöngli á disk. Ef dropinn rennur ekki út, ætti þykktin að vera rétt. Sprautið með mjög mjórri sprautu. Sumir stinga gat á plastpoka, en ég hef ekki lag á því.

Piparkökur frá Anne Sofie von Otter
piparkokur
Bergþór með piparkökurnar

PIPARKÖKURJÓLINSMÁKÖKURBERGÞÓRSVÍÞJÓÐ

— PIPARKÖKUR FRÁ ANNE SOFIE VON OTTER —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.