Ávaxtakaka prestsfrúarinnar

Ávaxtakaka Messukaffi, Steinvör, þórhildur Helga, jólakaka jólakaffimeðlæti jólaleg kaka Kolfreyjustaðarkirkja á Fáskrúðsfirði Ávaxtakaka guðný amma prestsfrúarinnar, Fáskrúðsfjörður, kolfreyjustaður, Þórhildur gísladóttir , þorleifur kjartan kristmundsson fáskrúðsfjörður ávextir jól jólamatur jólakaffiboð
Ávaxtakaka prestsfrúarinnar

Ávaxtakaka prestsfrúarinnar

Að aðventunni fengum við bragðgóða sendingu. Steinvör og Helga prestsdætur frá Kolfreyjustað sendu dásamlega sérrýlegna ávaxtaköku sem Steinvör bakaði eftir uppskrift mömmu þeirra (og ömmu). Kakan minnti mig bæði á barnaafmælin á Kolfreyjustað og ekki síður á kaffisamsætin að loknum messum. Messukaffin þóttu mér dásamlegar samkundur (en ekki hvað, með öllu kaffimeðlætinu…) og á frá þeim sælar minningar. Steinvör bakaði margar ávaxtakökur fyrir jólin og gaf. „Klukkan var orðin held ég þrjú um nótt þegar ég var búin að baka allar kökurnar. Daginn áður skar ég í fulla mjög stóra skál af döðlum og súkkulaði (fékk blöðrur á puttana) og það dugði ekki minna en heil sherrýflaska yfir.  Það eru svo sannarlega sterkar æskuminningar með þessari köku, hún minnir mig  alltaf á kirkjukórinn heima og messurnar. Ávaxtakakan var oft á borðum eftir messur og kóræfingar. Uppskriftin held ég að komi frá ömmu Guðnýju eins og svo margur annar góður matur í fjölskyldunni.“

.

KOLFREYJUSTAÐUR — ÁVAXTAKAKASÉRRÝ — ÞÓRHILDUR HELGASTEINVÖRJÓLAKÖKUR

.

Ávaxtakaka prestsfrúarinnar

5 dl döðlur, smátt skornar
4 dl rúsínur
100 g dökkt gott súkkulaði, saxað
1/2 pk súkkat
4 dl niðursoðin græn og rauð koktelber, skorin í litla bita
3 dl sérrý

Leggið döðlur, rúsínur, súkkulaði, súkkat og koktelber í sérrýið og geymið í ísskáp yfir nótt (eða lengur).

300 g smjör, við stofuhita
300 g sykur
6 egg
300 g hveiti
1 tsk lyftidufti
1/2 tsk salt

Þeytið smjör og sykur vel saman þar til það er létt og ljóst, bætið við eggjunum einu og einu. Látið þurrefnin út í og hrærið. Bætið sérrýávöxtunum (og sérrýinu) varlega saman með sleif.

Smyrjið vel tvö jólakökuform, látið deigið í og bakið við 150°C í 100 mínútur.

Kakan geymist mjög vel og gott er að vefja hana í álpappír og svo í plastpoka, þannig geymist hún mjög vel.

— KOLFREYJUSTAÐUR — ÁVAXTAKAKASÉRRÝ —

avaxtakaka
Myndin er tekin í barnaafmæli á Kolfreyjustað. Þórhildur er aftast fyrir miðju. Hávaxnari ljósklædda stúlkan í fremstu röð er Steinvör, þá Helga systir hennar og sjálfur stend ég henni við hlið með hendur í vösum.
Kolfreyjustaðarkirkja
Kolfreyjustaðarkirkja á Fáskrúðsfirði
Messukaffi, Steinvör, þórhildur Helga, jólakaka jólakaffimeðlæti jólaleg kaka Kolfreyjustaðarkirkja á Fáskrúðsfirði Ávaxtakaka guðný amma prestsfrúarinnar, Fáskrúðsfjörður, kolfreyjustaður, Þórhildur gísladóttir , þorleifur kjartan kristmundsson fáskrúðsfjörður ávextir jól jólamatur jólakaffiboð
Ávaxtakaka prestsfrúarinnar

.

KOLFREYJUSTAÐUR — ÁVAXTAKAKASÉRRÝ — ÞÓRHILDUR HELGASTEINVÖRJÓLAKÖKUR

— ÁVAXTAKAKA PRESTFRÚARINNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.