Á réttum tíma – hvorki of snemma né of seint

SEINKUN Á réttum tíma - hvorki of snemma né of seint Borðsiðir matarboð kurteisi etiquette mér seinkar TABLE ETIQUETTE
Við mætum hvorki of seint né snemma – engar afsakanir

Á réttum tíma

Það getur komið fyrir alla að seinka. Þá er hægt að hringja eða senda skilaboð, biðjast afsökunar og hvetja til þess að ekki sé beðið með veitingar. Þegar mætt er á staðinn, biðjumst við aftur afsökunar og upplýsum veislugesti hvað tafði okkur (ef það á við).

Fimm til sjö mínútur

Ef okkur er boðið á ákveðnum tíma þá gerum við allt til þess að mæta á réttum tíma. Gestgjafinn miðar sinn undirbúning við þann tíma sem gestunum er boðið – fimm til sjö mínútna seinkun í matarboð er kannski ásættanleg.

ALLS EKKI MÆTA OF SNEMMA

Það getur líka verið vandræðalegt að mæta of snemma, gestgjafinn kannski nýkominn úr sturtu….  Eins og áður segir þá miðar gestgjafinn sinn undirbúning við tímann sem okkur er boðið á.

Samantekt:

Við mætum hvorki of seint né snemma – engar afsakanir.

.

—  KURTEISI/BORÐSIÐIR

.

Matarboð Á réttum tíma – hvorki of snemma né of seint
Við mætum hvorki of seint né snemma – engar afsakanir.

.

—  KURTEISI/BORÐSIÐIR

— Á RÉTTUM TÍMA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grillað lambalæri Kjartans

Hæg-grillað lambalæri er hreinasta afbragð. Gott er að taka lærið úr frosti nokkrum dögum áður og láta það þiðna í ísskáp, til að leyfa prótínunum að brotna svolítið niður. Best er að hafa kjöt (allt kjöt) við stofuhita þegar það er steikt. Kjartan Örn lætur lítið til sín taka í eldamennsku í eldhúsinu, en er þess fljótari að fara um eins og stormsveipur eftir matinn og taka til. Þegar komið er út á verönd, breytist hann aftur á móti í listakokk og grillar allt milli himins og jarðar. Þetta er nefnilega hans svæði, þótt frúin eigi eldhúsið.

Ostapasta frá pabba – Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt

Ostapasta frá pabba - Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt. Steinunn Ása tók á móti okkur með kátínu og hlýju, eins og hennar er von og vísa, en sagðist þó hafa borið svolítinn kvíðboga fyrir því að vera gestabloggari. Hún hefur eldað með fjölmörgum landsþekktum matgæðingum í hinni margverðlaunuðu þáttaröð „Með okkar augum“ á RÚV. Fyrsti þátturinn í sjöundu seríunni verður frumsýndur í kvöld

Kúskússalat frá Marokkó

Kúskússalat

Kúskússalat frá Marokkó. Einhverju sinni hitti ég mann frá Marokkó og við fórum að tala um mat sem tengist hans landi. Sá gaf frekar lítið fyrir kúskúsið sem fæst á vesturlöndum. Í Marokkó er soðið þrisvar (minnir mig) upp á kúskúsinu og einhverjar serímóníur í kringum það. Stærsti kryddmarkaður í heimi er í Marokkó og þeir nota kryddið óspart.

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?