R.S.V.P. – svar óskast

R.S.V.P. - svar óskast. borðsiðir Á boðskortum er fólk gjarnan beðið að láta vita. Ýmist stendur: Svar óskast vinsamlega látið vita, R.S.V.P. franska: répondez s'il vous plaît Kurteisi Borðsiðir Etiquette
R.S.V.P. – svar óskast

R.S.V.P. – svar óskast. Á boðskortum er fólk gjarnan beðið að láta vita. Ýmist stendur: Svar óskast eða vinsamlega látið vita,  stundum stendur R.S.V.P. – sem er franska: répondez s’il vous plaît sem útleggst á kurteisan hátt að svar óskist.

Hið sama á við ef við fáum boð á netinu, hvort sem er í tölvupósti, á fasbókinni eða öðrum slíkum miðlum. R.S.V.P. á líka við um rafræn boð.

Oft stendur: Látið vita ef þið komist ekki. Það er hentugra að nota: Svar óskast, því að þá er alveg ljóst hvað þarf að hafa af matvælum. Þá er líka hægt að hita upp fyrir boðið þegar fólk svarar.

Á boðskortinu eða umslaginu kemur skýrt fram hverjum er boðið, tökum ekki með okkur aukagesti og ekki börnin nema augljóst sé að þeim sé boðið

Engar afsakanir, við látum vita STRAX og boðið berst, hvort sem boðið berst í umslagi eða rafrænt. Þegar við erum búin að þiggja boðið þá má helst ekki breyta því nema eitthvað alvarlegt komi upp. Eitt sinn hitti ég sendiherra erlends ríkis á Íslandi sem sagði:  „Íslendingar svara ekki boðskortum” – það var hvorki uppörvandi né skemmtilegt að heyra þetta.

Svo mætum við á réttum tíma og drekkum ekki í óhófi mikið.

.

GIFTINGBORÐSIÐIR/KURTEISIBOÐSKORT

— R.S.V.P. – SVAR ÓSKAST —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa. Gunnar og Helena buðu nokkrum vinum sínum í matarboð og í forrétt buðu þau upp á þessa hátíðlegu humarsúpu. Súpan er löguð frá grunni og tók rúman sólarhring að útbúa hana. Gunnar nostraði fyrst við humarsoðið og síðar við súpuna og útkoman var hreint út sagt stórkostleg.

Eplasósa með salatinu

Eplasósa með salatinu. Fórum í langan hjólatúr í morgun. Komum við hjá Þóru Fríðu, þáðum góðgerðir og skoðuðum nokkrar matreiðslubækur. Í bók sem Happ gaf út fyrir ekki löngu fann ég þessa uppskrift. Hún er hér lítillega breytt.

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.