R.S.V.P. – svar óskast

R.S.V.P. - svar óskast. borðsiðir Á boðskortum er fólk gjarnan beðið að láta vita. Ýmist stendur: Svar óskast vinsamlega látið vita, R.S.V.P. franska: répondez s'il vous plaît Kurteisi Borðsiðir Etiquette
R.S.V.P. – svar óskast

R.S.V.P. – svar óskast. Á boðskortum er fólk gjarnan beðið að láta vita. Ýmist stendur: Svar óskast eða vinsamlega látið vita,  stundum stendur R.S.V.P. – sem er franska: répondez s’il vous plaît sem útleggst á kurteisan hátt að svar óskist.

Hið sama á við ef við fáum boð á netinu, hvort sem er í tölvupósti, á fasbókinni eða öðrum slíkum miðlum. R.S.V.P. á líka við um rafræn boð.

Oft stendur: Látið vita ef þið komist ekki. Það er hentugra að nota: Svar óskast, því að þá er alveg ljóst hvað þarf að hafa af matvælum. Þá er líka hægt að hita upp fyrir boðið þegar fólk svarar.

Á boðskortinu eða umslaginu kemur skýrt fram hverjum er boðið, tökum ekki með okkur aukagesti og ekki börnin nema augljóst sé að þeim sé boðið

Engar afsakanir, við látum vita STRAX og boðið berst, hvort sem boðið berst í umslagi eða rafrænt. Þegar við erum búin að þiggja boðið þá má helst ekki breyta því nema eitthvað alvarlegt komi upp. Eitt sinn hitti ég sendiherra erlends ríkis á Íslandi sem sagði:  „Íslendingar svara ekki boðskortum” – það var hvorki uppörvandi né skemmtilegt að heyra þetta.

Svo mætum við á réttum tíma og drekkum ekki í óhófi mikið.

.

GIFTINGBORÐSIÐIR/KURTEISIBOÐSKORT

— R.S.V.P. – SVAR ÓSKAST —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.