Það er plága fyrir mig, hvað ég er feit
„Mig langar til að biðja þig um að fræða mig á því, hvað ég á að gera til að megra mig. Það er plága fyrir mig, hvað ég er feit. Með fyrirfram þakklæti.” Feitlagin
Sveltu þig ekki og farðu ekki að reyna að megra þig um kíló á viku eða meira. Borðaðu ekki oftar en þrisvar á dag og ef þú ert svöng á milli máltíða skaltu drekka glas af vatni eða reykja sígarettu. Ef þú þarft að fara á mannamót geturðu hresst þig á einum bolla af ósætu te. Neyttu sem minnst af sterkum súpum, sósum, búðingum og sætum kökum. Borðaðu ekki brauð og kartöflur í sömu máltíð. Í stað þess að hugleiða hversu girnileg sæt kaka er, skaltu segja við sjálfa þig: Ef ég borða hana fitna ég.
-Heimilisritið 1944
— HEIMILISRITIÐ — FÖSTUR — MATUR LÆKNAR — MEGRUN —