Bananabrauð

 Bananabrauð bananar brauð með banönum
Bananabrauð

Bananabrauð

Ilmurinn af nýbökuðu bananabrauði fyllir vitin, brauðið rennur ljúflega niður með góðu hollu viðbiti. Best er að nota vel þroskaða banana. Einfalt og gott brauð – bökum og bökum 🙂

BANANABRAUР— BRAUÐUPPSKRIFTIR

.

Bananabrauð

2-3 bananar

2 b hveiti

1/2 b sykur

1/3 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 egg.

Stappið bananana með gaffli og hrærið síðan allt saman. Bakið við 180°C í u.þ.b. 40-50 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið er í, kemur hreinn út.

— BANANABRAUÐIÐ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nutellapitsa – „Nutella gerir allt betra”

Nutellapista. Margrét Þórhildur, ekki samt danska drottningin, segir að Nutella geri allt betra. Það er ekki svo flókið að útbúa Nutella pitsu. Fletjið út pitsudeig, stráið á það Maldonsalti og þrístið því niður í deigið. Bakið við 220¨C í um 10 mín eða þangað til það er fallega bakað. Takið út ofninum, smyrjið Nutella yfir og stráið brytjuðum ávöxtum þar á.

Pekanhafrakökur

Pekanhafrakökur IMG_2133Hafrakökur DSC01428

Pekanhafrakökur - glútenlausar. Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Sjálfur vil ég ekki hafa henturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.