Auglýsing
Mega konur varalita sig við matarborðið? vigdís vignisdóttir borðsiðir kurteisi etiquette Vigdís
Í gamla daga þótti það fyrir neðan allar hellur og ekki konum sæmandi að varalita sig við matarborðið

Mega konur varalita sig við matarborðið?  

Hér á árum áður mátti alls ekki varalita sig við matarborðið – það þótti fyrir neðan allar hellur og ekki konum sæmandi. En núna erum við frjálslegri og horfum alveg í gegnum fingur okkar þó konur geri það.

Í Svíþjóð þykir eðlilegt og sjálfsagt að konur varaliti sig á meðan á borðhaldi stendur enda er sagt að Silvía drottning geri það. Það er a.m.k. ekkert sem bannar konum að varalita sig við matarborðið, hins vegar finnst mörgum meira viðeigandi að varalitun fari fram á snyrtingunni. Sama á við að púðra á sér nefið, laga hárið eða annað slíkt – kannski er best er að þetta fari allt fram á snyrtingunni þar sem lýsing er betri og næði líka.

.

BORÐSIÐIR/KURTEISI VARALITURSVÍÞJÓÐSNYRTING

— MEGA KONUR VARALITA SIG VIÐ MATARBORÐIÐ? —

Auglýsing