Auglýsing
Pílagrímaterta tarta de sandiago möndluterta möndlukaka kaka terta mundo ferðaskrifstofa Margrét jónsdóttir njarðvík jakobsvegur pílagrímastíg jakobsstígur jakobsvegurinn spánn spænskur matur spænsk terta kaka
Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta

Margrét Jónsdóttir Njarðvík á ferðaskrifstofuna Mundo (sem við fórum með til Mont Blanc) bauð í fimmtugsafmæli sínu upp á paellu og pílagrímatertu á eftir. Margrét kallar ekki allt ömmu sína og lætur til sín taka víða. Meðal annars hafa fjölmargir farið Jakobsstíginn á Spáni á hennar vegum – hinn svokallaða pílagrímastíg. „þessi pílagrímaterta er snædd á Jakobsvegi. Pílagrímar úða í sig nokkrum fermetrum af þessu gómsæti þar sem gengið er eftir veginum. Farþegar Mundo missa sig í kökuna því hún er ávanabindandi og ekki óholl – þökk sé öllum möndlunm í henni.”

Pílagrímatertan er afar bragðgóð og mjúk terta. Falleg, holl og góð möndluterta.

Auglýsing

SPÁNNMUNDOMÖNDLUTERTURMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍK

.

Pílagrímaterta
Margrét Jónsdóttir Njarðvík með Pílagrímatertur

Pílagrímaterta

1 1/3 b afhýddar heilar möndlur

6 stór egg, aðskilin

1 1/4 b sykur

börkur af einni appelsínu

börkur af einni sítrónu

4 dropar möndlu extrakt

flórsykur til skrauts

Malið möndlurnar í matvinnsluvél. Þeytið vel saman eggjarauður og sykur. Bætið við berki og möndluextrakt. Bætið loks við möndlumjölinu.

Stífþeytið eggjahvíturnar, blandið hvítunum saman við deigið. Bakið við 160° í um 40 mín.  eða þar til kakan er bökuð í gegn. Látið kólna í forminu. Klippið út St. James kross út úr pappír, leggið yfir kökuna og stráið flórsykri þar yfir. Fjarlægið krossinn.

Pílagrímaterta möndlur appelsína sítróna
Pílagrímatertur

— PÍLAGRÍMATERTA TARTA DE SANTIAGO —