Auglýsing
 Bananabrauð bananar brauð með banönum
Bananabrauð

Bananabrauð

Ilmurinn af nýbökuðu bananabrauði fyllir vitin, brauðið rennur ljúflega niður með góðu hollu viðbiti. Best er að nota vel þroskaða banana. Einfalt og gott brauð – bökum og bökum 🙂

BANANABRAUР— BRAUÐUPPSKRIFTIR

.

Bananabrauð

2-3 bananar

2 b hveiti

1/2 b sykur

1/3 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 egg.

Stappið bananana með gaffli og hrærið síðan allt saman. Bakið við 180°C í u.þ.b. 40-50 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið er í, kemur hreinn út.

— BANANABRAUÐIÐ —

Auglýsing