Bananabrauð

 Bananabrauð bananar brauð með banönum
Bananabrauð

Bananabrauð

Ilmurinn af nýbökuðu bananabrauði fyllir vitin, brauðið rennur ljúflega niður með góðu hollu viðbiti. Best er að nota vel þroskaða banana. Einfalt og gott brauð – bökum og bökum 🙂

BANANABRAUР— BRAUÐUPPSKRIFTIR

.

Bananabrauð

2-3 bananar

2 b hveiti

1/2 b sykur

1/3 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 egg.

Stappið bananana með gaffli og hrærið síðan allt saman. Bakið við 180°C í u.þ.b. 40-50 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið er í, kemur hreinn út.

— BANANABRAUÐIÐ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ómótstæðileg kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðileg kókosbollusæla - svo er hún bara svo ótrúlega holl (grín)
Árlegt dömukaffiboð var hér á dögunum, þessi boð eru kjörin til að prófa nýtt kaffimeðlæti. Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Epla- og rabarbarahraun

Epla- og rabarbarahraun. Seint þreytist ég á að dásama rabarbarann og prófa rabarbararétti. Ég var í kaffi hjá mömmu í vikunni g fékk þar þetta einstaklega góða kaffimeðlæti. Nýtum rabarbarann