Pekanhafrakökur
Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku – já eða bara snarl milli mála. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Til að toppa allt saman þá eru kökurnar glútenlausar. Sjálfur vil ég ekki hafa hneturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.
— DÓRA EMILS — MÖTUNEYTI LHI — SMÁKÖKUR — JÓLIN —
.
Pekanhafrakökur
3 msk chia fræ
1 dl vatn
2 1/2 dl glútenfrítt haframjöl
1 1/4 dl möndlumjöl
1 1/2 dl kókossykur
1 tsk kanill
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
2/3 dl möndlusmjör
2 msk ólífuolía/kókosolía
1 1/4 dl pekanhnetur, saxaðar
1 dl trönuber (rúsínur)
Hrærið saman chia og vatni og látið bíða í 15 mín. Setjið allt saman við og hrærið. Mótið litlar kökur með höndunum og bakið við 175° í um 15 mín.
— DÓRA EMILS — MÖTUNEYTI LHI — SMÁKÖKUR — JÓLIN —
.