Pekanhafrakökur

Hafrakökur Pekanhafrakökur glúteinlaust glútenlaust Alexander Dantes Erlendsson dóra emils mötuneyti listaháskólans smákökur kaffimeðlæti hnetur
Pekanhafrakökur

Pekanhafrakökur

Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku – já eða bara snarl milli mála. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Til að toppa allt saman þá eru kökurnar glútenlausar. Sjálfur vil ég ekki hafa hneturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.

DÓRA EMILSMÖTUNEYTI LHISMÁKÖKURJÓLIN

.

Pekanhafrakökur alexander dantes erlendsson
Uppskriftin kemur frá Dóru í eldhúsi Listaháskólans en myndarpilturinn sem heldur á kökunni heitir Alexander Dantes Erlendsson

Pekanhafrakökur

3 msk chia fræ
1 dl vatn
2 1/2 dl glútenfrítt haframjöl
1 1/4 dl möndlumjöl
1 1/2 dl kókossykur
1 tsk kanill
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
2/3 dl möndlusmjör
2 msk ólífuolía/kókosolía
1 1/4 dl pekanhnetur, saxaðar
1 dl trönuber (rúsínur)

Hrærið saman chia og vatni og látið bíða í 15 mín. Setjið allt saman við og hrærið. Mótið litlar kökur með höndunum og bakið við 175° í um 15 mín.

DÓRA EMILSMÖTUNEYTI LHISMÁKÖKURJÓLIN

— PEKANHAFRAKÖKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

BEINÞYNNING og mjólk

Er mjólk góð? IMG_2859

BEINÞYNNING og mjólk. Stundum er því haldið fram að við þurfum að drekka mjólk til að forðast beinþynningu, sérstaklega hefur þessu verið haldið að konum.  Neysla á mjólkurvörum í heiminum er mest í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Englandi. Það merkilega er að beinþynning mælist mest hjá Finnum, Svíum, Bandaríkjamönnum og Englendingum.

Pistasíu- og granateplaterta

Pistasíu- og granateplaterta. Sú hefð hefur myndast hér að baka páskatertu ársins. Á hverju ári bökum við nýja tertu sem hlýtur sæmdartitilinn Páskaterta ársins. Hér má sjá lista yfir páskatertur síðustu ára Að þessu sinni er það undurgóð pistasíu- og granateplaterta. Guð minn góður hvað þessi terta er ljúffeng og það sem meira er: Daginn eftir er hún enn betri. Gleðilega páska

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fíkju- og apríkósubrauð

Fíkju- og apríkósubrauð. Mjög gott og hollt brauð sem er ekki of sætt. Eggjalaust og fitulaust. Það er gaman að bíta í fíkjubitana og finna hvernig smellur í þeim...  Á heimilinu var að vísu ekki til nema einn bolli af spelti svo ég hafði annan af heilhveiti. Svo voru teskeiðarnar af kanil vel kúfaðar